Fyrsti leikur tímabilsins þar sem Gylfi fær ekki eina sekúndu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Michael Regan Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi þegar Eveton sló Watford út úr enska deildabikarnum. Gylfi var á varamannabekknum þriðja leikinn í röð en hann hafði komið inn á sem varamaður í hinum tveimur þar á meðal skoraði hann glæsilegt mark á móti West Ham. Yerry Mina fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum og Marco Silva ákvað síðan að taka Moise Kean af velli í hálfleik. Það var því aðeins ein skipting eftir fyrir seinni hálfleikinn og henni eyddi Silva í því að taka Dominic Calvert-Lewin af velli og láta Cenk Tosun spila síðustu tíu mínútur leiksins.TEAM NEWS! 5️changes Coleman, Mina & Delph return DCL & Kean start#CarabaoCuppic.twitter.com/8WimSykp9S — Everton (@Everton) October 29, 2019 Everton hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum með Gylfa á bekknum og Gylfi kom inn á völlinn strax á 30. mínútu í tapleiknum á móti Brighton & Hove Albion á laugardaginn. Gylfi var settur á bekkinn eftir fjögur deildartöp Everton-liðsins í röð en hann náði ekki að skora mark í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins. Everton skoraði aðeins tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjunum með Gylfa í byrjunarliðinu en hefur skorað tvö mörk í öllum leikjunum síðan Marco Silva setti hann á bekkinn.| "The players showed the patience we need in this type of game, against a team with a solid block, five at the back, and three midfielders. "In the second half, we played quicker and were more assertive and deserved the win.” #CarabaoCup — Everton (@Everton) October 30, 2019 Það er því ekkert í stöðunni sem bendir til þess að Gylfi sé að koma aftur inn í byrjunarliðið því það dugði honum ekki einu sinni að skora stórglæsilegt mark skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti West Ham. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir íslenska landsliðið að Gylfi fái smá hvíld fyrir landsleikina mikilvægu í nóvember þar sem hann þarf að vera upp á sitt besta ætli íslenska landsliðið að komast áfram. Við þurfum Gylfa hins vegar í góðu leikformi og með sjálfstraustið í botni og þá er ekki gott að hann dúsu á varamannabekknum í öllum leikjum Everton. Það verður athyglisvert að heyra byrjunarlið Everton í leiknum á móti Tottenham á sunnudaginn. Það segir kannski enn meira um stöðu Gylfa í framhaldinu. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi þegar Eveton sló Watford út úr enska deildabikarnum. Gylfi var á varamannabekknum þriðja leikinn í röð en hann hafði komið inn á sem varamaður í hinum tveimur þar á meðal skoraði hann glæsilegt mark á móti West Ham. Yerry Mina fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum og Marco Silva ákvað síðan að taka Moise Kean af velli í hálfleik. Það var því aðeins ein skipting eftir fyrir seinni hálfleikinn og henni eyddi Silva í því að taka Dominic Calvert-Lewin af velli og láta Cenk Tosun spila síðustu tíu mínútur leiksins.TEAM NEWS! 5️changes Coleman, Mina & Delph return DCL & Kean start#CarabaoCuppic.twitter.com/8WimSykp9S — Everton (@Everton) October 29, 2019 Everton hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum með Gylfa á bekknum og Gylfi kom inn á völlinn strax á 30. mínútu í tapleiknum á móti Brighton & Hove Albion á laugardaginn. Gylfi var settur á bekkinn eftir fjögur deildartöp Everton-liðsins í röð en hann náði ekki að skora mark í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins. Everton skoraði aðeins tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjunum með Gylfa í byrjunarliðinu en hefur skorað tvö mörk í öllum leikjunum síðan Marco Silva setti hann á bekkinn.| "The players showed the patience we need in this type of game, against a team with a solid block, five at the back, and three midfielders. "In the second half, we played quicker and were more assertive and deserved the win.” #CarabaoCup — Everton (@Everton) October 30, 2019 Það er því ekkert í stöðunni sem bendir til þess að Gylfi sé að koma aftur inn í byrjunarliðið því það dugði honum ekki einu sinni að skora stórglæsilegt mark skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti West Ham. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir íslenska landsliðið að Gylfi fái smá hvíld fyrir landsleikina mikilvægu í nóvember þar sem hann þarf að vera upp á sitt besta ætli íslenska landsliðið að komast áfram. Við þurfum Gylfa hins vegar í góðu leikformi og með sjálfstraustið í botni og þá er ekki gott að hann dúsu á varamannabekknum í öllum leikjum Everton. Það verður athyglisvert að heyra byrjunarlið Everton í leiknum á móti Tottenham á sunnudaginn. Það segir kannski enn meira um stöðu Gylfa í framhaldinu.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira