Forsætisnefnd fundar um Klaustursmálið í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 10:07 Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett Bráðabirgðaforsætisnefnd sem skipuð var til að fara með Klaustursmálið svokallaða kemur saman á fundi í dag. Fundurinn hófst nú klukkan tíu en samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna og öðrum nefndarmanna, verður reynt að ganga frá umfjöllun nefndarinnar um málið á fundinum. „Við störfum samkvæmt þeim málsmeðferðarreglum sem eru skrifaðar inn í siðareglur fyrir alþingismenn,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Með henni í nefndinni er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið, sem Steinunn segir að verði birt á heimasíðu Alþingis. Það sem eftir standi nú er textavinna, nefndin hafi komist að niðurstöðu. Þá sé markmiðið að birta umfjöllun forsætisnefndar fyrir helgi. Ekki er þó ljóst hversu lengi fundurinn mun standa.Verður þetta síðasti fundur nefndarinnar um málið? „Mér finnst það líklegt, ekki nema eitthvað alveg óvænt gerist. Sem ég á ekki von á,“ segir Steinunn. Fram kom í Morgunblaðinu í morgun að siðanefnd Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins hefðu brotið siðareglur alþingsmanna með ummælum sínum á barnum Klaustri þann 20. nóvember. Hinir þingmenn Miðflokksins sem áttu í hlut, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gerðust ekki brotleg við reglurnar, samkvæmt áliti siðanefndar. Þetta álit siðanefndar hefur forsætisnefnd haft til umfjöllunar en þingmennirnir fengu sjálfir vikufrest til að bregðast við álitinu eftir að siðanefnd skilaði því inn í júlí. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bráðabirgðaforsætisnefnd sem skipuð var til að fara með Klaustursmálið svokallaða kemur saman á fundi í dag. Fundurinn hófst nú klukkan tíu en samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna og öðrum nefndarmanna, verður reynt að ganga frá umfjöllun nefndarinnar um málið á fundinum. „Við störfum samkvæmt þeim málsmeðferðarreglum sem eru skrifaðar inn í siðareglur fyrir alþingismenn,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Með henni í nefndinni er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið, sem Steinunn segir að verði birt á heimasíðu Alþingis. Það sem eftir standi nú er textavinna, nefndin hafi komist að niðurstöðu. Þá sé markmiðið að birta umfjöllun forsætisnefndar fyrir helgi. Ekki er þó ljóst hversu lengi fundurinn mun standa.Verður þetta síðasti fundur nefndarinnar um málið? „Mér finnst það líklegt, ekki nema eitthvað alveg óvænt gerist. Sem ég á ekki von á,“ segir Steinunn. Fram kom í Morgunblaðinu í morgun að siðanefnd Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins hefðu brotið siðareglur alþingsmanna með ummælum sínum á barnum Klaustri þann 20. nóvember. Hinir þingmenn Miðflokksins sem áttu í hlut, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gerðust ekki brotleg við reglurnar, samkvæmt áliti siðanefndar. Þetta álit siðanefndar hefur forsætisnefnd haft til umfjöllunar en þingmennirnir fengu sjálfir vikufrest til að bregðast við álitinu eftir að siðanefnd skilaði því inn í júlí.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03