Indverji kominn upp fyrir Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2019 14:00 Lionel Messi og Sunil Chhetri. Vísir/Samsett/Getty Lionel Messi er ekki lengur næsti maður á eftir Cristiano Ronaldo á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn heims sem eru enn að spila með landsliðum sínum. Cristiano Ronaldo er með örugga forystu á listanum enda hefur hann skorað tuttugu fleiri landsliðsmörk en Messi. Messi náði aðeins að skora eitt mark á Copa America og fór heim í reiðikasti út í dómara keppninnar eftir að argentínska landsliðið datt út í undanúrslitum á móti Brasilíu. Messi er nú kominn með 68 mörk fyrir argentínska landsliðið en Ronaldo er með 88 mörk. Indverjinn Sunil Chhetri nýtti tækifærið og tók annað sætið af Lionel Messi. Þeir voru jafnir í öðru sæti en Chhetri breytti því um helgina. Sunil Chhetri skoraði þá tvö mörk fyrir Indland á móti Tadsíkistan í opnunarleik Intercontinental Cup 2019. Fyrra markið skoraði Chhetri úr „Panenka“ vítspyrnu en hann bætti síðan öðrum marki við fyrir hálfleik. Indverska landsliðið komst í 2-0 en tapaði leiknum 4-2 eftir hrun í seinni hálfleik. Chhetri er 34 ára gamall og á einnig leikjametið hjá Indlandi. Leikurinn á móti Tadsíkistan var hans 109. landsleikur. Sunil Chhetri hefur spilað með Bengaluru í heimalandinu frá 2013 en var reyndar lánaður til Mumbai City árið 2015. Chhetri hefur reynt fyrir sér í Bandaríkjunum og Portúgal en með litlum árangri og hann var fljótur að koma sér aftur heim til Indlands. Sunil Chhetri hefur skorað landsliðsmark á hverju ári frá og með árinu 2007 en fyrsta landsliðsmark hans leit dagsins ljós árið 2005. Hann skoraði mest 13 mörk í 17 leikjum árið 2011. Sunil Chhetri er með 5 mörk í 5 landsleikjum á þessu ári og fær nú tækifæri til að bæta við fleiri mörkum á Intercontinental Cup. Næsti leikur liðsins er á móti Norður-Kóreu 13. júlí næstkomandi en síðasti leikurinn í riðlinum er síðan við Sýrland. Fótbolti Indland Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Lionel Messi er ekki lengur næsti maður á eftir Cristiano Ronaldo á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn heims sem eru enn að spila með landsliðum sínum. Cristiano Ronaldo er með örugga forystu á listanum enda hefur hann skorað tuttugu fleiri landsliðsmörk en Messi. Messi náði aðeins að skora eitt mark á Copa America og fór heim í reiðikasti út í dómara keppninnar eftir að argentínska landsliðið datt út í undanúrslitum á móti Brasilíu. Messi er nú kominn með 68 mörk fyrir argentínska landsliðið en Ronaldo er með 88 mörk. Indverjinn Sunil Chhetri nýtti tækifærið og tók annað sætið af Lionel Messi. Þeir voru jafnir í öðru sæti en Chhetri breytti því um helgina. Sunil Chhetri skoraði þá tvö mörk fyrir Indland á móti Tadsíkistan í opnunarleik Intercontinental Cup 2019. Fyrra markið skoraði Chhetri úr „Panenka“ vítspyrnu en hann bætti síðan öðrum marki við fyrir hálfleik. Indverska landsliðið komst í 2-0 en tapaði leiknum 4-2 eftir hrun í seinni hálfleik. Chhetri er 34 ára gamall og á einnig leikjametið hjá Indlandi. Leikurinn á móti Tadsíkistan var hans 109. landsleikur. Sunil Chhetri hefur spilað með Bengaluru í heimalandinu frá 2013 en var reyndar lánaður til Mumbai City árið 2015. Chhetri hefur reynt fyrir sér í Bandaríkjunum og Portúgal en með litlum árangri og hann var fljótur að koma sér aftur heim til Indlands. Sunil Chhetri hefur skorað landsliðsmark á hverju ári frá og með árinu 2007 en fyrsta landsliðsmark hans leit dagsins ljós árið 2005. Hann skoraði mest 13 mörk í 17 leikjum árið 2011. Sunil Chhetri er með 5 mörk í 5 landsleikjum á þessu ári og fær nú tækifæri til að bæta við fleiri mörkum á Intercontinental Cup. Næsti leikur liðsins er á móti Norður-Kóreu 13. júlí næstkomandi en síðasti leikurinn í riðlinum er síðan við Sýrland.
Fótbolti Indland Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira