Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 17:17 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Bæjarstjóri Akraness furðar sig á ákvörðun stofnunarinnar og segir hana byggða á hæpnum forsendum, einkum í ljósi þess að vegurinn sé lífshættulegur. Vegagerðin áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum, að því er segir í mati Skipulagsstofnunar. Stofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun hyggst Akraneskaupstaður nú kæra. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við fréttastofu að Akraneskaupstaður og önnur sveitarfélög á Vesturlandi hafi ítrekað bent á að vegurinn sé lífshættulegur, en kæran byggir m.a. á því. Þar er vísað til þess að framkvæmdin hafi afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis og sé ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. „Af þeirri ástæðu viljum við gera allt til að tryggja það að það verði ekki frekari tafir á þessari framkvæmd. Og okkur finnst ákvörðun Skipulagsstofnunar byggja á hæpnum forsendum sem eru ekki rökstuddar nægilega,“ segir Sævar. „Þetta er sömuleiðis ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og það er óskiljanlegt að önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun á matskyldu breikkunar á Vesturlandsvegi þegar það var ekki að gilda til dæmis um Kjalveg, endurbætur á Þingvallaveg eða breikkun á Grindavíkurvegi svo eitthvað sé nefnt.“ Byggðaráð Borgarbyggðar tekur undir þetta sjónarmið í bókun sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag og segist þar styðja kæru bæjarstjórnar Akraness vegna málsins. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að vegafrakvæmdir á Kjalarnesi skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Bent er á að ekki sé um nýtt vegstæði að ræða heldur að miklu leyti verið að breikka eldri veg. „Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum, er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm,“ segir í bókuninni. Akranes Samgöngur Skipulag Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Bæjarstjóri Akraness furðar sig á ákvörðun stofnunarinnar og segir hana byggða á hæpnum forsendum, einkum í ljósi þess að vegurinn sé lífshættulegur. Vegagerðin áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum, að því er segir í mati Skipulagsstofnunar. Stofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun hyggst Akraneskaupstaður nú kæra. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við fréttastofu að Akraneskaupstaður og önnur sveitarfélög á Vesturlandi hafi ítrekað bent á að vegurinn sé lífshættulegur, en kæran byggir m.a. á því. Þar er vísað til þess að framkvæmdin hafi afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis og sé ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. „Af þeirri ástæðu viljum við gera allt til að tryggja það að það verði ekki frekari tafir á þessari framkvæmd. Og okkur finnst ákvörðun Skipulagsstofnunar byggja á hæpnum forsendum sem eru ekki rökstuddar nægilega,“ segir Sævar. „Þetta er sömuleiðis ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og það er óskiljanlegt að önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun á matskyldu breikkunar á Vesturlandsvegi þegar það var ekki að gilda til dæmis um Kjalveg, endurbætur á Þingvallaveg eða breikkun á Grindavíkurvegi svo eitthvað sé nefnt.“ Byggðaráð Borgarbyggðar tekur undir þetta sjónarmið í bókun sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag og segist þar styðja kæru bæjarstjórnar Akraness vegna málsins. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að vegafrakvæmdir á Kjalarnesi skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Bent er á að ekki sé um nýtt vegstæði að ræða heldur að miklu leyti verið að breikka eldri veg. „Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum, er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm,“ segir í bókuninni.
Akranes Samgöngur Skipulag Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira