Innlent

Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin tengist efni fréttar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttar ekki beint. Vísir/Vilhelm
Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. Barnið var greint með mislinga á Barnaspítalanum í nótt og er verið að bregðast við því á ungbarnaleikskóla þar sem barnið var vistun síðast á fimmtudag. 

Á laugardag greindist ellefu mánaða gamalt barn með mislinga sem var óbólusett en það hafði verið í sama flugi með Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 

Barnið sem greindist í nótt er því annað barn á skömmum tíma sem smitast með mislinga. Leikskólinn sem barnið er í hefur brugðist við með því að hafa samband við foreldra og forráðamenn þeirra. Var barnið sem greindist í nótt einnig farþegi í þessu flugi Air Iceland Connect.

Um er að ræða leikskólann Hnoðraholt á vegum Hjallastefnunnar í Garðabæ. Þar dvelja  um 80 börn á aldrinum 9 mánaða til fjögurra ára. Eru því einhver börn sem eru á leikskólanum óbólusett sökum aldurs, þar sem ekki er bólusett fyrir mislingum fyrr en við átján mánaða aldur. Verða því þau börn sem eru óbólusett höfð heima næstu tvær og hálfu vikuna til að tryggja að þau smiti ekki óbólusetta einstaklinga. Eru börn sem eru ekki óbólusett sökum aldurs á leikskólanum um 20 talsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×