Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2019 18:37 Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. Votlendi sem ætlað er að friðlýsa og lífríki á svæðinu er í hættu auk þess sem landbrot eykst þegar vatnshæðin hækkar. Vatnshæð Skorradalsvatn hefur hækkað mikið síðustu daga sem hefur þau áhrif að lífríki á svæðinu er í hættu. Flætt hefur yfir hólma sem gæti haft mikil áhrif á varp á svæðinu. Þá eykur vatnshæðin líkurnar á frekara landbroti með fram strönd vatnsins. Vatnavextir og leysingar eru með mesta móti víða um land þessa daganna og Skorradalsvatn er engin undantekning hér hins vegar er hægt að stýra vatnshæðinni. Skorradalsvatn er vatnsmiðlun fyrir Andakílsárvirkjun sem stendur neðar og er vatnshæð við útfallsstíflu stýrt af Orku náttúrunnar sem á og rekur virkjunina. Skógar- og Kirkjubóndi að Fitjum, sem er innst í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki standa við gefin loforð. „Það er ekki verið að fara eftir því sem okkur var lofað árið 2015, að frá og með 14. apríl yrði farið að lækka í vatninu. Ef við reynum að horfa hérna yfir þá sjáum við að það er allt á kafi hérna á stóru svæði sem að á að vera farið að lækka í. Hólmi hér sem er fyrir utan það rétt örlar á honum. Í gær sást ekkert fyrir honum en ástæðan fyrir því að það er aðeins farið að lækka er að við höfðum samband við Orkuveituna og kvörtuðum undan því að ástandið væri svona, það væri ekki farið að lækka og fengum fyrst þau svör að það væri ekkert hægt að gera í málinu því náttúran hefði bara þennan framgang,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, skógar- og kirkjubóndi og landeigandi í Skorradal. Sem er ekki alveg rétt, því Hulda ítrekaði kvörtun sína sem varð til þess að hleypt var af útfallsstíflunni sem varð til þess að vatnshæð Skorradalsvatns fór að lækka eins og sjá má á mælum Veðurstofu Íslands. „Þannig að þeir hafa tæknilega möguleika á að ráða við þetta. Við höfum hins vegar þurft að standa í þessu ströggli á hverju einasta vori árum saman og okkur þykir það mjög leitt,“ segir Hulda. Fyrirhugað er að friðlýsa votlendi nærri Fitjum sem Hulda segir einstakt af sinni gerð en að áður þurfi að liggja alveg ljóst fyrir hvernig virkjunin má haga sínum sveiflum á vatnshæðinni, til þess að hægt að fara í friðlýsingu. „Núna verðum við bara að setjast niður og fá Orkustofnun í lið með okkur til þess að fá skýrari reglur um heimildir virkjunarinnar þannig að hægt verði að hafa stjórn á þessu framvegis en ekki eftir geðþótta einstakra manna. Við þurfum að leita til Orkustofnunnar og fá þessu mál á hreint með því að leyfið sem hún hefur til miðlunar að það verði hreinlega endurskoðað," segir Hulda Skorradalshreppur Umhverfismál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. Votlendi sem ætlað er að friðlýsa og lífríki á svæðinu er í hættu auk þess sem landbrot eykst þegar vatnshæðin hækkar. Vatnshæð Skorradalsvatn hefur hækkað mikið síðustu daga sem hefur þau áhrif að lífríki á svæðinu er í hættu. Flætt hefur yfir hólma sem gæti haft mikil áhrif á varp á svæðinu. Þá eykur vatnshæðin líkurnar á frekara landbroti með fram strönd vatnsins. Vatnavextir og leysingar eru með mesta móti víða um land þessa daganna og Skorradalsvatn er engin undantekning hér hins vegar er hægt að stýra vatnshæðinni. Skorradalsvatn er vatnsmiðlun fyrir Andakílsárvirkjun sem stendur neðar og er vatnshæð við útfallsstíflu stýrt af Orku náttúrunnar sem á og rekur virkjunina. Skógar- og Kirkjubóndi að Fitjum, sem er innst í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki standa við gefin loforð. „Það er ekki verið að fara eftir því sem okkur var lofað árið 2015, að frá og með 14. apríl yrði farið að lækka í vatninu. Ef við reynum að horfa hérna yfir þá sjáum við að það er allt á kafi hérna á stóru svæði sem að á að vera farið að lækka í. Hólmi hér sem er fyrir utan það rétt örlar á honum. Í gær sást ekkert fyrir honum en ástæðan fyrir því að það er aðeins farið að lækka er að við höfðum samband við Orkuveituna og kvörtuðum undan því að ástandið væri svona, það væri ekki farið að lækka og fengum fyrst þau svör að það væri ekkert hægt að gera í málinu því náttúran hefði bara þennan framgang,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, skógar- og kirkjubóndi og landeigandi í Skorradal. Sem er ekki alveg rétt, því Hulda ítrekaði kvörtun sína sem varð til þess að hleypt var af útfallsstíflunni sem varð til þess að vatnshæð Skorradalsvatns fór að lækka eins og sjá má á mælum Veðurstofu Íslands. „Þannig að þeir hafa tæknilega möguleika á að ráða við þetta. Við höfum hins vegar þurft að standa í þessu ströggli á hverju einasta vori árum saman og okkur þykir það mjög leitt,“ segir Hulda. Fyrirhugað er að friðlýsa votlendi nærri Fitjum sem Hulda segir einstakt af sinni gerð en að áður þurfi að liggja alveg ljóst fyrir hvernig virkjunin má haga sínum sveiflum á vatnshæðinni, til þess að hægt að fara í friðlýsingu. „Núna verðum við bara að setjast niður og fá Orkustofnun í lið með okkur til þess að fá skýrari reglur um heimildir virkjunarinnar þannig að hægt verði að hafa stjórn á þessu framvegis en ekki eftir geðþótta einstakra manna. Við þurfum að leita til Orkustofnunnar og fá þessu mál á hreint með því að leyfið sem hún hefur til miðlunar að það verði hreinlega endurskoðað," segir Hulda
Skorradalshreppur Umhverfismál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira