Þúsundir hlaða enn niður sjónvarpsefni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2019 08:00 Jon Snow hefur aldrei hlaðið neinu niður. Enda ekki til í raun og veru. Fyrstu þremur þáttunum af Atvinnumönnunum okkar, sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 þar sem Auðunn Blöndal tekur íslenska atvinnumenn í íþróttum tali, hafði verið hlaðið niður samtals 9.949 sinnum á niðurhalssíðunni deildu.net í gær. Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar hinna geysivinsælu HBO-þátta Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður samtals 6.723 sinnum en þátturinn var fyrst sýndur aðfaranótt mánudags. Þetta segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), að sé óþolandi. „Það segir sig sjálft í svona litlu samfélagi eins og okkar að þetta eru svakalegar tölur.“ Hallgrímur segir það verst þegar um íslenska framleiðslu er að ræða. „Efni sem unnið er af Íslendingum fyrir íslenska peninga. Þá er það auðvitað mikill skaði.“ Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSKNiðurhal sem þetta heftir framleiðslu á öðru íslensku efni, að mati Hallgríms. Þegar fjöldi sem þessi sækir íslenskt efni og borgar ekki fyrir það fást minni tekjur og því er minna fjármagn til svo hægt sé að framleiða meira efni. „Þessi síða er náttúrulega, eins og alþjóð veit, rekin af Íslendingum og hefur verið sérstaklega nýtt af Íslendingum til að sækja sér íslenskt efni. Það væri auðvitað ósk okkar að lögreglan myndi taka sig til og rannsaka þetta af einhverju viti,“ segir Hallgrímur. Aukinheldur segir hann að síðan hafi fengið að vera óáreitt í mörg ár. „Hún hefur verið kærð en lögregla hefur aldrei tekið af skarið og rannsakað þetta af neinu viti. Við höfum, því miður, ekki heimildir eða tök á að rannsaka svona. Það er eingöngu lögregla sem gerir það.“ Héraðsdómur hefur sett lögbann á deildu.net en síðan er enn aðgengileg og tiltölulega lítið vandamál að nálgast þannig efni án þess að þurfa að greiða fyrir það. Hallgrímur segir að þetta sé gömul saga og ný. Sé horft til eldri þátta má sjá að Ófærð, Strákunum, Vaktaseríunum, Stelpunum, Sönnum íslenskum sakamálum, Stiklum, Audda og Sveppa og fleiri þáttum hefur verið hlaðið niður þúsundum skipta. Ólöglegt niðurhal á Game of Thrones er langt frá því að vera nýtt af nálinni né einskorðast það við Ísland. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu MUSO var fyrsta þætti þessarar nýjustu þáttaraðar streymt ólöglega eða hlaðið niður samtals 55 milljón sinnum á fyrsta sólarhringnum eftir frumsýningu. Stærsti hluti þessa ólöglega áhorfs var í gegnum streymi, eða 77 prósent. Restin hlóð þættinum svo niður af veraldarvefnum, líkt og þessi tæpu sjö þúsund gerðu á deildu.net.Vísir er í eigu Sýnar hf. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Fyrstu þremur þáttunum af Atvinnumönnunum okkar, sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 þar sem Auðunn Blöndal tekur íslenska atvinnumenn í íþróttum tali, hafði verið hlaðið niður samtals 9.949 sinnum á niðurhalssíðunni deildu.net í gær. Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar hinna geysivinsælu HBO-þátta Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður samtals 6.723 sinnum en þátturinn var fyrst sýndur aðfaranótt mánudags. Þetta segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), að sé óþolandi. „Það segir sig sjálft í svona litlu samfélagi eins og okkar að þetta eru svakalegar tölur.“ Hallgrímur segir það verst þegar um íslenska framleiðslu er að ræða. „Efni sem unnið er af Íslendingum fyrir íslenska peninga. Þá er það auðvitað mikill skaði.“ Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSKNiðurhal sem þetta heftir framleiðslu á öðru íslensku efni, að mati Hallgríms. Þegar fjöldi sem þessi sækir íslenskt efni og borgar ekki fyrir það fást minni tekjur og því er minna fjármagn til svo hægt sé að framleiða meira efni. „Þessi síða er náttúrulega, eins og alþjóð veit, rekin af Íslendingum og hefur verið sérstaklega nýtt af Íslendingum til að sækja sér íslenskt efni. Það væri auðvitað ósk okkar að lögreglan myndi taka sig til og rannsaka þetta af einhverju viti,“ segir Hallgrímur. Aukinheldur segir hann að síðan hafi fengið að vera óáreitt í mörg ár. „Hún hefur verið kærð en lögregla hefur aldrei tekið af skarið og rannsakað þetta af neinu viti. Við höfum, því miður, ekki heimildir eða tök á að rannsaka svona. Það er eingöngu lögregla sem gerir það.“ Héraðsdómur hefur sett lögbann á deildu.net en síðan er enn aðgengileg og tiltölulega lítið vandamál að nálgast þannig efni án þess að þurfa að greiða fyrir það. Hallgrímur segir að þetta sé gömul saga og ný. Sé horft til eldri þátta má sjá að Ófærð, Strákunum, Vaktaseríunum, Stelpunum, Sönnum íslenskum sakamálum, Stiklum, Audda og Sveppa og fleiri þáttum hefur verið hlaðið niður þúsundum skipta. Ólöglegt niðurhal á Game of Thrones er langt frá því að vera nýtt af nálinni né einskorðast það við Ísland. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu MUSO var fyrsta þætti þessarar nýjustu þáttaraðar streymt ólöglega eða hlaðið niður samtals 55 milljón sinnum á fyrsta sólarhringnum eftir frumsýningu. Stærsti hluti þessa ólöglega áhorfs var í gegnum streymi, eða 77 prósent. Restin hlóð þættinum svo niður af veraldarvefnum, líkt og þessi tæpu sjö þúsund gerðu á deildu.net.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira