Varaforsetinn ver aðstæður barna og fjölskyldna á landamærastöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 23:49 Í bakgrunni þessarar myndar má sjá dýnurnar sem fólk í innflytjendabúðum sefur á. Twitter Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, birti í gær tíst þar sem hann varði þær aðstæður sem börn og fjölskyldur í landamærastöðvum víðs vegar um Bandaríkin búa við. Segir hann „berskjaldaðar fjölskyldur“ sem dvelji í slíkum búðum fá „alúðlega meðferð“ frá bandarísku þjóðinni. Í einu tísti sem varaforsetinn birti eru tvær myndir þar sem hann virðist eiga einhver samskipti við börn sem dvelja á einni slíkri stöð.Rather than broadcast the full story, showing the compassionate care the American people are providing to vulnerable families, tonight CNN only played video of men in the temporary facility and didn’t play any footage of the family facility at all... — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Lengi hefur verið deilt um aðstæðurnar sem fólki á landamærstöðvunum er boðið upp á, en fréttir af því að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færri hafa farið hátt á síðustu misserum. Eins hafa birst myndir sem sýna að bersýnilega eru aðstæður í mörgum stöðvanna, sem gerðar eru til þess að halda fólki sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin inn til Bandaríkjanna, ekki fullnægjandi samkvæmt stöðlum tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sem sjálft fer með rekstur stöðvanna.ignoring the excellent care being provided to families and children. Our great @CBP agents deserve better and the American people deserve the whole story from CNN! pic.twitter.com/hsKsU6umhW — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Í tístum sínum sakar Pence miðilinn CNN um að segja ekki satt og rétt frá þegar kemur að aðstæðum fólks á stöðvunum og segir hann CNN hundsa algjörlega þá „frábæru meðferð sem börnum og fjölskyldum er veitt“ í búðunum. CNN og æðsti yfirmaður varaforsetans, Donald Trump Bandaríkjaforseti, hafa lengi eldað grátt silfur saman en forsetinn hefur ítrekað sakað CNN um falsfréttaflutning og kallað fréttamiðilinn, ásamt öðrum miðlum „óvin fólksins.“Á annarri myndinni sem varaforsetinn birti má sjá þunnar dýnur sem liggja á gólfinu, en þar er fólkinu í stöðvunum gert að sofa. Starfsmenn landamærastöðva þar sem karlmenn eru í haldi hafa sjálfir lýst aðstæðum þar sem skelfilegum. Segja þeir að sumir mannanna þar hafi verið í haldi í allt að 32 daga, en samkvæmt reglum toll- og landamæraeftirlitsins má ekki halda fólki þar lengur en í 72 tíma. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, birti í gær tíst þar sem hann varði þær aðstæður sem börn og fjölskyldur í landamærastöðvum víðs vegar um Bandaríkin búa við. Segir hann „berskjaldaðar fjölskyldur“ sem dvelji í slíkum búðum fá „alúðlega meðferð“ frá bandarísku þjóðinni. Í einu tísti sem varaforsetinn birti eru tvær myndir þar sem hann virðist eiga einhver samskipti við börn sem dvelja á einni slíkri stöð.Rather than broadcast the full story, showing the compassionate care the American people are providing to vulnerable families, tonight CNN only played video of men in the temporary facility and didn’t play any footage of the family facility at all... — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Lengi hefur verið deilt um aðstæðurnar sem fólki á landamærstöðvunum er boðið upp á, en fréttir af því að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færri hafa farið hátt á síðustu misserum. Eins hafa birst myndir sem sýna að bersýnilega eru aðstæður í mörgum stöðvanna, sem gerðar eru til þess að halda fólki sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin inn til Bandaríkjanna, ekki fullnægjandi samkvæmt stöðlum tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sem sjálft fer með rekstur stöðvanna.ignoring the excellent care being provided to families and children. Our great @CBP agents deserve better and the American people deserve the whole story from CNN! pic.twitter.com/hsKsU6umhW — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Í tístum sínum sakar Pence miðilinn CNN um að segja ekki satt og rétt frá þegar kemur að aðstæðum fólks á stöðvunum og segir hann CNN hundsa algjörlega þá „frábæru meðferð sem börnum og fjölskyldum er veitt“ í búðunum. CNN og æðsti yfirmaður varaforsetans, Donald Trump Bandaríkjaforseti, hafa lengi eldað grátt silfur saman en forsetinn hefur ítrekað sakað CNN um falsfréttaflutning og kallað fréttamiðilinn, ásamt öðrum miðlum „óvin fólksins.“Á annarri myndinni sem varaforsetinn birti má sjá þunnar dýnur sem liggja á gólfinu, en þar er fólkinu í stöðvunum gert að sofa. Starfsmenn landamærastöðva þar sem karlmenn eru í haldi hafa sjálfir lýst aðstæðum þar sem skelfilegum. Segja þeir að sumir mannanna þar hafi verið í haldi í allt að 32 daga, en samkvæmt reglum toll- og landamæraeftirlitsins má ekki halda fólki þar lengur en í 72 tíma.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12