Erlent

Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mótmælendur brenna mynd af Bibi.
Mótmælendur brenna mynd af Bibi. AP/Pervez Masih
Hæstiréttur Pakistan hefur neitað að taka fyrir áfrýjun sem snýr að því að fella sýknu Asia Bibi niður. Hún var dæmd til dauða árið 2010 eftir að nágrannar hennar, sem hún deildi við, sökuðu hana um að vanvirða spámanninn Múhameð. Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum.

Bibi hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu en málið gegn henni hefur leitt til mikilla deilna í Pakistan á milli harðlínumanna sem vilja ströng lög um guðlast og annarra. Sýknun hennar leiddi til mikilla mótmæla víða um landið og hefur henni ekki enn verið gert kleift að yfirgefa Pakistan þó harðlínumenn hafi ítrekað hótað því að myrða hana.

Eftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða.

Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana.

Hún hefur þurft að vera í felum frá því hún var sýknuð en samkvæmt BBC er talið að dætur hennar tvær hafi þegar yfirgefið Pakistan.



Búist er við því að mótmælt verði á nýjan leik vegna ákvörðunar réttarins um endurskoða sýknunina ekki en margir af klerkunum sem leiddu mótmælin í fyrra hafa verið fangelsaðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×