Alrangt að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 13:40 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir. Upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að misskilnings gæti í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna en hún fór á flug eftir að þingmaður Pírata fékk svar við fyrirspurn sinni um meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Það sé af og frá að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla líkt og haldið hefur verið fram víða á samfélagsmiðlum. Björn Leví Gunnarsson, þingamaður Pírata, fékk á dögunum svar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn sinni um meðal annars meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Spurt var um heildarfjölda ökutækja í hverjum ökutækjaflokki, um áætlaða meðalþyngd ökutækja, svo og um heildarfjölda ekinna kílómetra í hverjum flokki. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir.Misskilnings hefur gætt í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna.visir/vilhelm„Þær eru í rauninni ekki í takti við neinn raunveurleika að tala um að strætó mengi á við 7.500 fólksbíla. Ef þetta væri rétt þá væri hver strætisvagn að eyða meiru en stærstu skemmtiferðaskip heims. Nýr díselvagn hjá okkur eyðir á bilinu 35-40 lítrum á hundraði og það er á við fjóra til fimm fólksbíla en ekki 7.500 og þar að auki tekur vagninn hátt í 75-80 farþega. Þannig að nýtingin er miklu betri heldur en á einkabílnum og kolefnissporið því minna“. Miðað við hvernig nýtingin er á einkabílnum í dag, svona um ein manneskja í hverjum bíl, þá yrði umferðin ansi þung og mengunin meiri ef þessir strætófarþegar myndu allir hætta að taka strætó og fara að keyra.En er mengunin ekki breytileg eftir árgerð strætisvagnanna?„Jú. Við erum með nokkra eldri bíla sem eru stærri. Þetta eru vagnar sem eru settir nokkra hringi á dag og það yfir annatíma. Þeir eru settir á stórar leiðir hjá okkur þar sem þeir eru í rauninni allir troðfullir, þetta eru leiðir 1 og 6 til dæmis.“ Spurður að því hvers vegna hann teldi að rangfærslur hafi farið á flug segir Guðmundur Heiðar: „Það er góð spurning og erfitt að segja. Fluttar voru fréttir af því að þungir bílar eyði upp malbikinu meira en fólksbílar og síðan einhvern veginn yfirfærist það á að strætó sé að eyða malbikinu og að menga á við 7.500 fólksbíla og margir hafa bara gripið þessa tölu á lofti, því miður. Þannig getur það gerst,“ útskýrir Guðmundur Heiðar. Ýmsir setji sig upp á móti hinni svokölluðu aðför að einkabílnum og grípi því á lofti vafasamar fullyrðingar til að réttlæta notkun á einkabílnum. „Strætó er umhverfisvænni kostur og því fleiri sem við fáum í strætó þeim mun meira getum við minnkað loftmengun.“ Guðmundur Heiðar segir að rafvæðing strætisvagnaflotans gangi afar vel. „Við fengum náttúrulega þessa fjórtán rafvagna á síðasta ári. Þeir hafa verið í fullri notkun á þessu ári og við sjáum fram á að geta dregið verulega úr olíueyðslu á þessu ári. Ef við tökum saman ágúst og júlí á þessu ári erum við að spara okkur um 40.000 lítra á olíu miðað við á árinu í fyrra,“ segir Guðmundur.Fréttin var uppfærð kl. 14.24. Loftslagsmál Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að misskilnings gæti í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna en hún fór á flug eftir að þingmaður Pírata fékk svar við fyrirspurn sinni um meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Það sé af og frá að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla líkt og haldið hefur verið fram víða á samfélagsmiðlum. Björn Leví Gunnarsson, þingamaður Pírata, fékk á dögunum svar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn sinni um meðal annars meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Spurt var um heildarfjölda ökutækja í hverjum ökutækjaflokki, um áætlaða meðalþyngd ökutækja, svo og um heildarfjölda ekinna kílómetra í hverjum flokki. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir.Misskilnings hefur gætt í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna.visir/vilhelm„Þær eru í rauninni ekki í takti við neinn raunveurleika að tala um að strætó mengi á við 7.500 fólksbíla. Ef þetta væri rétt þá væri hver strætisvagn að eyða meiru en stærstu skemmtiferðaskip heims. Nýr díselvagn hjá okkur eyðir á bilinu 35-40 lítrum á hundraði og það er á við fjóra til fimm fólksbíla en ekki 7.500 og þar að auki tekur vagninn hátt í 75-80 farþega. Þannig að nýtingin er miklu betri heldur en á einkabílnum og kolefnissporið því minna“. Miðað við hvernig nýtingin er á einkabílnum í dag, svona um ein manneskja í hverjum bíl, þá yrði umferðin ansi þung og mengunin meiri ef þessir strætófarþegar myndu allir hætta að taka strætó og fara að keyra.En er mengunin ekki breytileg eftir árgerð strætisvagnanna?„Jú. Við erum með nokkra eldri bíla sem eru stærri. Þetta eru vagnar sem eru settir nokkra hringi á dag og það yfir annatíma. Þeir eru settir á stórar leiðir hjá okkur þar sem þeir eru í rauninni allir troðfullir, þetta eru leiðir 1 og 6 til dæmis.“ Spurður að því hvers vegna hann teldi að rangfærslur hafi farið á flug segir Guðmundur Heiðar: „Það er góð spurning og erfitt að segja. Fluttar voru fréttir af því að þungir bílar eyði upp malbikinu meira en fólksbílar og síðan einhvern veginn yfirfærist það á að strætó sé að eyða malbikinu og að menga á við 7.500 fólksbíla og margir hafa bara gripið þessa tölu á lofti, því miður. Þannig getur það gerst,“ útskýrir Guðmundur Heiðar. Ýmsir setji sig upp á móti hinni svokölluðu aðför að einkabílnum og grípi því á lofti vafasamar fullyrðingar til að réttlæta notkun á einkabílnum. „Strætó er umhverfisvænni kostur og því fleiri sem við fáum í strætó þeim mun meira getum við minnkað loftmengun.“ Guðmundur Heiðar segir að rafvæðing strætisvagnaflotans gangi afar vel. „Við fengum náttúrulega þessa fjórtán rafvagna á síðasta ári. Þeir hafa verið í fullri notkun á þessu ári og við sjáum fram á að geta dregið verulega úr olíueyðslu á þessu ári. Ef við tökum saman ágúst og júlí á þessu ári erum við að spara okkur um 40.000 lítra á olíu miðað við á árinu í fyrra,“ segir Guðmundur.Fréttin var uppfærð kl. 14.24.
Loftslagsmál Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11