Innlent

Rútur og vörubílar éta upp vegina

Jakob Bjarnar skrifar
Björn Leví segir stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar.
Björn Leví segir stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. visir/vilhelm
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að þá liggi það fyrir að hver kílómeter ekinn á þyngri bílum er á við mörg þúsund ekinna kílómetra fólksbíla með tilliti til álags á vegi.

Svar við fyrirspurn Björns Levís til Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur fyrir sem snýr að þessu efni. Björn Leví spurði hver heildarfjöldi ökutækja væri í hverjum ökutækjaflokki? Hver er áætluð meðalþyngd ökutækja og heildarfjöldi ekinna kílómetra í hverjum flokki, skipt eftir þyngdartíund?

Björn Leví óskaði þess að svar væri sundurliðað eftir ökutækjaflokkum og eftir tegund aflgjafa innan hvers flokks, þ.e. bensín, dísill, rafmagn, blanda tveggja eða annað.

Þingmaðurinn segir að í svarinu megi til dæmis sjá mun á fólksbílum og stærri bílum bæði hvað varðar fjölda ekinna kílómetra sem og losun. Og segir að þar mætti hafa hugfast álag á vegi sem þyngri bílar valdi:

Fólksbíll: 0,0002

Tvíása fólksfutningabíll: 1,5 => eins og 7.500 fólksbílar

Þríása vörubíll: 1,8 => eins og 9.000 fólksbílar

Flutningabíll þríása með tvíása festivagni: 2,2 => eins og 11.000 fólksbílar

„Fólksbílar valda vissulega miklu álagi, varðandi umferðarþunga, en þyngri og stærri bílar eru margfalt meira vandamál varðandi álag (kostnað) vega,“ segir Björn Leví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×