Hörgdælir segja tindinn miklu fallegri sín megin og ekki heita Hraundrangi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2019 20:28 Horft úr Hörgárdal á drangann frá bænum Staðarbakka. Stöð 2/Arnar Halldórsson, Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, viðurkenna ekki það heiti sín megin og nota annað nafn. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hann er fyrirmynd Hallgrímskirkju í Reykjavík og þekktastur sem Hraundrangi og blasir við þeim sem aka hringveginn um Öxnadal. Sjá einnig: Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar HallgrímssonarÖxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi og blasir við frá þjóðveginum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En dranginn á sér aðra hlið; þá sem snýr að Hörgárdal, og þeim megin viðurkenna menn ekki nafnið Hraundrangi. „Það er ekkert Hraun hérna megin,“ segir Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká, - þessvegna geti hann ekki heitið Hraundrangi Hörgárdalsmegin.Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann er náttúrlega kenndur þeim megin við Hraun í Öxnadal af því að hann er þar stutt frá,“ segir Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka í Hörgárdal, sem er sá bær sem stendur næst dranganum, og enn nær honum en Hraun. Bændurnir á Myrkárbakka í Hörgárdal, þau Hugrún Lísa Heimisdóttir líftæknifræðingur og Hreinn Haukur Pálsson járningamaður, eru einnig sammála því að Hörgárdalsmegin heiti hann ekki Hraundrangi. „Það er gaman að sjá hann héðan frá líka, ekki bara úr Öxnadalnum,“ segir Hreinn Haukur.Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hörgdælir eru líka á því að hann sé fallegri þeirra megin. „Þetta er okkar sveit hérna megin. Þannig að hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Oddgeir á Myrká. „Já, þú sérð það nú bara sjálfur. Hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Guðmundur á Staðarbakka. Nafnið sem Hörgdælir nota kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04 Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, viðurkenna ekki það heiti sín megin og nota annað nafn. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hann er fyrirmynd Hallgrímskirkju í Reykjavík og þekktastur sem Hraundrangi og blasir við þeim sem aka hringveginn um Öxnadal. Sjá einnig: Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar HallgrímssonarÖxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi og blasir við frá þjóðveginum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En dranginn á sér aðra hlið; þá sem snýr að Hörgárdal, og þeim megin viðurkenna menn ekki nafnið Hraundrangi. „Það er ekkert Hraun hérna megin,“ segir Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká, - þessvegna geti hann ekki heitið Hraundrangi Hörgárdalsmegin.Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann er náttúrlega kenndur þeim megin við Hraun í Öxnadal af því að hann er þar stutt frá,“ segir Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka í Hörgárdal, sem er sá bær sem stendur næst dranganum, og enn nær honum en Hraun. Bændurnir á Myrkárbakka í Hörgárdal, þau Hugrún Lísa Heimisdóttir líftæknifræðingur og Hreinn Haukur Pálsson járningamaður, eru einnig sammála því að Hörgárdalsmegin heiti hann ekki Hraundrangi. „Það er gaman að sjá hann héðan frá líka, ekki bara úr Öxnadalnum,“ segir Hreinn Haukur.Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hörgdælir eru líka á því að hann sé fallegri þeirra megin. „Þetta er okkar sveit hérna megin. Þannig að hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Oddgeir á Myrká. „Já, þú sérð það nú bara sjálfur. Hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Guðmundur á Staðarbakka. Nafnið sem Hörgdælir nota kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04 Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04
Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30