Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2019 22:17 Hanna Rósa Sveinsdóttir, formaður Menningarfélagsins Hrauns. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn „Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Umræðuþráðurinn um hvernig peysa Hönnu Rósu Sveinsdóttur sagnfræðings var hneppt hófst á þessum orðum: „Úff hvað ég á erfitt með að fylgast með þessum þætti þegar að viðmælandinn er í skakkt hnepptri peysu! Ég heyri ekkert hvað er verið að tala um... hugsa bara um að hneppa peysunni rétt! En falleg peysa á fallegri konu!“ Hanna Rósa var í viðtali um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Þegar þessi frétt er rituð hafa um eitthundrað manns, eingöngu konur, séð ástæðu til að leggja orð í belg.Viðtalið var tekið á hlaðinu á Hrauni í Öxnadal. Spyrillinn tók ekkert eftir því hvernig peysa viðmælandans var hneppt, frekar en líklega flestir aðrir karlmenn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Var einmitt að gubba þessu útúr mér við manninn sem sagði mig vera "klikkaða". En falleg peysa samt,“ sagði sú næsta. „Hahaha hún er örugglega í sjokki núna sjálf! Og skilur ekkert í þessum köllum að hafa ekki tekið eftir þessu og látið sig vita,“ sagði önnur. „Ég þori að veðja að ekki einn einasti karlmaður tók eftir þessu,“ var bætt við. „Ég pældi ekkert í því en aftur á móti fannst mér peysan gordjöss og liturinn maður minn.“ Margar tóku upp hanskann fyrir Hönnu Rósu. „Það vakti athygli mína hvað peysan fer þessari konu einstaklega vel. Hún er með svo fallegt hár sem passar svo vel við litinn á peysunni.“ „Bara krúttlegt, hún hefur þurft að flýta sér.“ „Mér finnst að sá/sú sem tók viðtalið eða myndaði þetta hefði mátt láta hana vita... þessu tekur maður ekki eftir sjálfur svo auðveldlega." Hér koma fleiri dæmi úr umræðunni: „Hahaha ég tók eftir þessu og sagði þetta við manninn minn hvað þetta væri skelfilegt.“ „Já þetta fangar alla athyglina.“ „Ég hlustaði bara á hana. Gaman af því sem hún sagði. Peysu hnepping auka atriði. Hvað er að ykkur?“ „Hreppstjórahnepping var þetta kallað í den. Kemur fyrir á bestu bæjum, sérstaklega þar sem nóg er að gera.“ „Ég rak upp hljóð.“ „Öllu er nú hægt að pirrast yfir.“ Þegar fréttastofan ræddi við Hönnu Rósu í dag kvaðst hún láta þessa umræðu sér í léttu rúmi liggja. Hún tæki þessu ekki alvarlega, hefði þvert á móti skemmt sér yfir þessu. Þátturinn um Öxnadal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá kafla úr þættinum um Jónas og Hraun í Öxnadal: Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira
Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn „Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Umræðuþráðurinn um hvernig peysa Hönnu Rósu Sveinsdóttur sagnfræðings var hneppt hófst á þessum orðum: „Úff hvað ég á erfitt með að fylgast með þessum þætti þegar að viðmælandinn er í skakkt hnepptri peysu! Ég heyri ekkert hvað er verið að tala um... hugsa bara um að hneppa peysunni rétt! En falleg peysa á fallegri konu!“ Hanna Rósa var í viðtali um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Þegar þessi frétt er rituð hafa um eitthundrað manns, eingöngu konur, séð ástæðu til að leggja orð í belg.Viðtalið var tekið á hlaðinu á Hrauni í Öxnadal. Spyrillinn tók ekkert eftir því hvernig peysa viðmælandans var hneppt, frekar en líklega flestir aðrir karlmenn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Var einmitt að gubba þessu útúr mér við manninn sem sagði mig vera "klikkaða". En falleg peysa samt,“ sagði sú næsta. „Hahaha hún er örugglega í sjokki núna sjálf! Og skilur ekkert í þessum köllum að hafa ekki tekið eftir þessu og látið sig vita,“ sagði önnur. „Ég þori að veðja að ekki einn einasti karlmaður tók eftir þessu,“ var bætt við. „Ég pældi ekkert í því en aftur á móti fannst mér peysan gordjöss og liturinn maður minn.“ Margar tóku upp hanskann fyrir Hönnu Rósu. „Það vakti athygli mína hvað peysan fer þessari konu einstaklega vel. Hún er með svo fallegt hár sem passar svo vel við litinn á peysunni.“ „Bara krúttlegt, hún hefur þurft að flýta sér.“ „Mér finnst að sá/sú sem tók viðtalið eða myndaði þetta hefði mátt láta hana vita... þessu tekur maður ekki eftir sjálfur svo auðveldlega." Hér koma fleiri dæmi úr umræðunni: „Hahaha ég tók eftir þessu og sagði þetta við manninn minn hvað þetta væri skelfilegt.“ „Já þetta fangar alla athyglina.“ „Ég hlustaði bara á hana. Gaman af því sem hún sagði. Peysu hnepping auka atriði. Hvað er að ykkur?“ „Hreppstjórahnepping var þetta kallað í den. Kemur fyrir á bestu bæjum, sérstaklega þar sem nóg er að gera.“ „Ég rak upp hljóð.“ „Öllu er nú hægt að pirrast yfir.“ Þegar fréttastofan ræddi við Hönnu Rósu í dag kvaðst hún láta þessa umræðu sér í léttu rúmi liggja. Hún tæki þessu ekki alvarlega, hefði þvert á móti skemmt sér yfir þessu. Þátturinn um Öxnadal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá kafla úr þættinum um Jónas og Hraun í Öxnadal:
Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira
Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30