Opnum vonandi dyrnar fyrir íslenska leikmenn í Ástralíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. janúar 2019 23:30 Fanndís, hér í leik gegn Tékklandi í undankeppni HM, nálgast hundrað leiki fyrir Íslands hönd. Fréttablaðið/ernir Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir skoraði á dögunum fyrsta mark sitt fyrir Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni þar sem hún leikur við hlið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Fanndís jafnaði metin skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 3-2 sigri Adelaide sem hefur unnið tvo leiki í röð og er með fimmtán stig eftir átta leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir er Adelaide búið að bæta stigamet félagsins í efstu deild. Liðið hefur aldrei komist í úrslitakeppnina, mest náð fjórtán stigum og lenti í neðsta sæti í fyrra en með íslensku landsliðskonurnar innanborðs hefur gengi liðsins snúist við. Eftir átta umferðir er Adelaide aðeins stigi frá toppsætinu og hefur aðeins tapað einum leik. Aðspurð sagði Fanndís að árangurinn hefði verið betri en hún bjóst við. „Þetta er búið að ganga framar vonum miðað við styrkleika liðanna í deildinni. Markmiðið var að gera betur en í fyrra þegar liðið lenti í neðsta sæti og þegar stutt er eftir eigum við möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Fanndís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í Ástralíu. Íslensku leikmennirnir eru komnir í leiðtogahlutverk. „Við Gunnhildur höfum reynt að segja þeim að allt sé hægt, þetta er ungt lið og við höfum verið að vinna í hugarfarinu með þeim. Þær voru kannski aðeins of varasamar en við finnum að andinn er orðinn betri. Það smitast út og við förum í alla leiki til að vinna þá sem skilar betri frammistöðu og úrslitum.“ Fanndís kann Gunnhildi bestu þakkir en Gunnhildur mælti með liðsfélaga sínum hjá landsliðinu þegar forráðamenn Adelaide voru að leita eftir sóknarsinnuðum leikmanni. „Ég verð að þakka henni, hún samdi við félagið þegar þjálfarinn spurði um framliggjandi leikmann. Ég var svo heppin að vera efst á blaði hjá henni,“ sagði Fanndís hlæjandi. Fagmennskan í deildinni og umgjörðin heillar Fanndísi sem hefur einnig leikið í Noregi, Frakklandi og á Íslandi. „Þetta er sterkari deild en bæði Pepsi-deildin og sú norska en stærstu liðin í Frakklandi, PSG og Lyon eru sterkari. Það er mikil fagmennska hérna, meiri en ég bjóst við og öll umgjörðin er frábær. Það koma frábærir leikmenn á láni frá Bandaríkjunum sem gerir þessa deild skemmtilega,“ sagði Fanndís sem gæti hugsað sér að koma aftur. „Leikjadagskráin hér passar fullkomlega fyrir bandarísku deildina og þær skandinavísku. Ég kaus að taka undirbúningstímabilið hér í sól og blíðu sem er talsvert betra en íslenski veturinn ef ég á að vera hreinskilin. Ég er alveg í skýjunum yfir að hafa stokkið á þetta því þetta gæti verið einstakt tækifæri. Ég myndi hiklaust mæla með þessu,“ sagði Fanndís og hélt áfram: „Liðin hérna horfa mikið til Bandaríkjanna en þau verða kannski opnari fyrir Íslandi núna eftir að hafa séð okkur Gunnhildi leika þótt liðin megi bara vera með fjóra erlenda leikmenn.“ Þrátt fyrir að vera að lifa atvinnumannsdrauminn hinum megin á hnettinum stefnir hún á að koma aftur í Pepsi-deildina og leika með Val í sumar. „Þetta er ævintýri sem tekur sinn enda, ég er á lánssamningi og ég mun snúa aftur í Val þegar tímabilinu lýkur hér. Mér finnst gaman að spila í Pepsi-deildinni og næ núna öllu tímabilinu eftir að hafa komið inn um mitt tímabil í fyrra. Þegar ég var í Frakklandi fann ég að ég vildi koma heim og spila í íslensku deildinni svo að ég er spennt að koma aftur,“ sagði hún glaðbeitt að lokum. Fótbolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir skoraði á dögunum fyrsta mark sitt fyrir Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni þar sem hún leikur við hlið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Fanndís jafnaði metin skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 3-2 sigri Adelaide sem hefur unnið tvo leiki í röð og er með fimmtán stig eftir átta leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir er Adelaide búið að bæta stigamet félagsins í efstu deild. Liðið hefur aldrei komist í úrslitakeppnina, mest náð fjórtán stigum og lenti í neðsta sæti í fyrra en með íslensku landsliðskonurnar innanborðs hefur gengi liðsins snúist við. Eftir átta umferðir er Adelaide aðeins stigi frá toppsætinu og hefur aðeins tapað einum leik. Aðspurð sagði Fanndís að árangurinn hefði verið betri en hún bjóst við. „Þetta er búið að ganga framar vonum miðað við styrkleika liðanna í deildinni. Markmiðið var að gera betur en í fyrra þegar liðið lenti í neðsta sæti og þegar stutt er eftir eigum við möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Fanndís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í Ástralíu. Íslensku leikmennirnir eru komnir í leiðtogahlutverk. „Við Gunnhildur höfum reynt að segja þeim að allt sé hægt, þetta er ungt lið og við höfum verið að vinna í hugarfarinu með þeim. Þær voru kannski aðeins of varasamar en við finnum að andinn er orðinn betri. Það smitast út og við förum í alla leiki til að vinna þá sem skilar betri frammistöðu og úrslitum.“ Fanndís kann Gunnhildi bestu þakkir en Gunnhildur mælti með liðsfélaga sínum hjá landsliðinu þegar forráðamenn Adelaide voru að leita eftir sóknarsinnuðum leikmanni. „Ég verð að þakka henni, hún samdi við félagið þegar þjálfarinn spurði um framliggjandi leikmann. Ég var svo heppin að vera efst á blaði hjá henni,“ sagði Fanndís hlæjandi. Fagmennskan í deildinni og umgjörðin heillar Fanndísi sem hefur einnig leikið í Noregi, Frakklandi og á Íslandi. „Þetta er sterkari deild en bæði Pepsi-deildin og sú norska en stærstu liðin í Frakklandi, PSG og Lyon eru sterkari. Það er mikil fagmennska hérna, meiri en ég bjóst við og öll umgjörðin er frábær. Það koma frábærir leikmenn á láni frá Bandaríkjunum sem gerir þessa deild skemmtilega,“ sagði Fanndís sem gæti hugsað sér að koma aftur. „Leikjadagskráin hér passar fullkomlega fyrir bandarísku deildina og þær skandinavísku. Ég kaus að taka undirbúningstímabilið hér í sól og blíðu sem er talsvert betra en íslenski veturinn ef ég á að vera hreinskilin. Ég er alveg í skýjunum yfir að hafa stokkið á þetta því þetta gæti verið einstakt tækifæri. Ég myndi hiklaust mæla með þessu,“ sagði Fanndís og hélt áfram: „Liðin hérna horfa mikið til Bandaríkjanna en þau verða kannski opnari fyrir Íslandi núna eftir að hafa séð okkur Gunnhildi leika þótt liðin megi bara vera með fjóra erlenda leikmenn.“ Þrátt fyrir að vera að lifa atvinnumannsdrauminn hinum megin á hnettinum stefnir hún á að koma aftur í Pepsi-deildina og leika með Val í sumar. „Þetta er ævintýri sem tekur sinn enda, ég er á lánssamningi og ég mun snúa aftur í Val þegar tímabilinu lýkur hér. Mér finnst gaman að spila í Pepsi-deildinni og næ núna öllu tímabilinu eftir að hafa komið inn um mitt tímabil í fyrra. Þegar ég var í Frakklandi fann ég að ég vildi koma heim og spila í íslensku deildinni svo að ég er spennt að koma aftur,“ sagði hún glaðbeitt að lokum.
Fótbolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira