Filippus segist „fullur iðrunar“ vegna árekstursins í nýbirtu bréfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 09:05 Filippus prins er mikill áhugamaður um bíla. Hann varð valdur að árekstri í síðustu viku. Getty/Max Mumby Flippus prins, hertogi af Edinborg, hefur beðið konu sem slasaðist í árekstri sem hann var valdur að afsökunar. Filippus skrifaði konunni bréf þar sem hann sagðist „miður sín“ vegna atviksisins en konan hafði áður lýst því yfir að hún væri óánægð með viðbrögð konungshjónanna í málinu. Fjölmiðlar greindu frá árekstrinum í síðustu viku en slysið varð þegar Filippus, sem er 97 ára, ók bíl sínum á KIA-bifreið nærri herragarði bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum þann 17. janúar síðastliðinn. Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum en farþegi hins bílsins, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa óbeit á hraðakstri prinsins Fairweather hefur lýst yfir óánægju með Filippus og Elísabetu Bretadrottningu, eiginkonu hans, í kjölfar árekstursins. Skömmu eftir slysið tjáði hún breskum fjölmiðlum að hertoginn hafi ekki einu sinni beðið sig afsökunar. Þá hafi skilaboð sem Filippus og Elísabet sendu henni strax eftir slysið verið óskiljanleg auk þess sem þau hafi ekki óskað henni bata.Hertoginn fullur iðrunar Nú hefur hins vegar komið fram að Filippus sendi Fairweather bréf, skrifað fjórum dögum eftir slysið, þar sem hann biður hana afsökunar. Bréfið er birt í heild á vef breska götublaðsins Sunday Mirror en þar segist hertoginn „miður sín“ vegna slyssins. Þá kemur hann á framfæri óskum um „skjótan bata“ Fairweather og bætir við að hann sé „nokkuð sleginn“ eftir áreksturinn. „Mér hefur síðar verið tjáð að þú hafir handleggsbrotnað. Mér þykir mjög fyrir þessum meiðslum.“ Filippus gerir jafnframt frekari grein fyrir tildrögum slyssins en hann segir í bréfinu að hann hafi oft ekið umræddan veg og sé meðvitaður um umferðarþungann á svæðinu. „Með öðrum orðum, sólin var lágt á lofti yfir aðalveginum. Við venjuleg skilyrði hefði ég ekki átt í vandræðum með að sjá umferðina nálgast,“ skrifar hertoginn. „[…] og ég er fullur iðrunar yfir afleiðingunum.“ Segir bréfið einlægt Fairweather virðist hafa tekið konungshjónin í sátt og segist ánægð með bréfið, sérstaklega þar sem hann hafi ritað skírnarnafn sitt undir en ekki titilinn. Það hafi gefið bréfinu einlægan og persónulegan blæ. Þá hafi hertoginn loksins viðurkennt áfallið sem hún hafi orðið fyrir vegna slyssins. Bretar hafa fylgst náið með slysinu og eftirmálum þess síðustu daga. Hertoginn var einn í Landrover Freelander-bifreið sinni þegar hann ók inn á aðalveginn af beygjuakrein, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði á KIA-bifreiðinni með Fairweather innanborðs. Vinkona Fairweather ók bílnum og þá var níu mánaða sonur hennar í aftursætinu. Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Flippus prins, hertogi af Edinborg, hefur beðið konu sem slasaðist í árekstri sem hann var valdur að afsökunar. Filippus skrifaði konunni bréf þar sem hann sagðist „miður sín“ vegna atviksisins en konan hafði áður lýst því yfir að hún væri óánægð með viðbrögð konungshjónanna í málinu. Fjölmiðlar greindu frá árekstrinum í síðustu viku en slysið varð þegar Filippus, sem er 97 ára, ók bíl sínum á KIA-bifreið nærri herragarði bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum þann 17. janúar síðastliðinn. Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum en farþegi hins bílsins, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa óbeit á hraðakstri prinsins Fairweather hefur lýst yfir óánægju með Filippus og Elísabetu Bretadrottningu, eiginkonu hans, í kjölfar árekstursins. Skömmu eftir slysið tjáði hún breskum fjölmiðlum að hertoginn hafi ekki einu sinni beðið sig afsökunar. Þá hafi skilaboð sem Filippus og Elísabet sendu henni strax eftir slysið verið óskiljanleg auk þess sem þau hafi ekki óskað henni bata.Hertoginn fullur iðrunar Nú hefur hins vegar komið fram að Filippus sendi Fairweather bréf, skrifað fjórum dögum eftir slysið, þar sem hann biður hana afsökunar. Bréfið er birt í heild á vef breska götublaðsins Sunday Mirror en þar segist hertoginn „miður sín“ vegna slyssins. Þá kemur hann á framfæri óskum um „skjótan bata“ Fairweather og bætir við að hann sé „nokkuð sleginn“ eftir áreksturinn. „Mér hefur síðar verið tjáð að þú hafir handleggsbrotnað. Mér þykir mjög fyrir þessum meiðslum.“ Filippus gerir jafnframt frekari grein fyrir tildrögum slyssins en hann segir í bréfinu að hann hafi oft ekið umræddan veg og sé meðvitaður um umferðarþungann á svæðinu. „Með öðrum orðum, sólin var lágt á lofti yfir aðalveginum. Við venjuleg skilyrði hefði ég ekki átt í vandræðum með að sjá umferðina nálgast,“ skrifar hertoginn. „[…] og ég er fullur iðrunar yfir afleiðingunum.“ Segir bréfið einlægt Fairweather virðist hafa tekið konungshjónin í sátt og segist ánægð með bréfið, sérstaklega þar sem hann hafi ritað skírnarnafn sitt undir en ekki titilinn. Það hafi gefið bréfinu einlægan og persónulegan blæ. Þá hafi hertoginn loksins viðurkennt áfallið sem hún hafi orðið fyrir vegna slyssins. Bretar hafa fylgst náið með slysinu og eftirmálum þess síðustu daga. Hertoginn var einn í Landrover Freelander-bifreið sinni þegar hann ók inn á aðalveginn af beygjuakrein, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði á KIA-bifreiðinni með Fairweather innanborðs. Vinkona Fairweather ók bílnum og þá var níu mánaða sonur hennar í aftursætinu.
Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45
Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21
Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05