Filippus segist „fullur iðrunar“ vegna árekstursins í nýbirtu bréfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 09:05 Filippus prins er mikill áhugamaður um bíla. Hann varð valdur að árekstri í síðustu viku. Getty/Max Mumby Flippus prins, hertogi af Edinborg, hefur beðið konu sem slasaðist í árekstri sem hann var valdur að afsökunar. Filippus skrifaði konunni bréf þar sem hann sagðist „miður sín“ vegna atviksisins en konan hafði áður lýst því yfir að hún væri óánægð með viðbrögð konungshjónanna í málinu. Fjölmiðlar greindu frá árekstrinum í síðustu viku en slysið varð þegar Filippus, sem er 97 ára, ók bíl sínum á KIA-bifreið nærri herragarði bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum þann 17. janúar síðastliðinn. Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum en farþegi hins bílsins, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa óbeit á hraðakstri prinsins Fairweather hefur lýst yfir óánægju með Filippus og Elísabetu Bretadrottningu, eiginkonu hans, í kjölfar árekstursins. Skömmu eftir slysið tjáði hún breskum fjölmiðlum að hertoginn hafi ekki einu sinni beðið sig afsökunar. Þá hafi skilaboð sem Filippus og Elísabet sendu henni strax eftir slysið verið óskiljanleg auk þess sem þau hafi ekki óskað henni bata.Hertoginn fullur iðrunar Nú hefur hins vegar komið fram að Filippus sendi Fairweather bréf, skrifað fjórum dögum eftir slysið, þar sem hann biður hana afsökunar. Bréfið er birt í heild á vef breska götublaðsins Sunday Mirror en þar segist hertoginn „miður sín“ vegna slyssins. Þá kemur hann á framfæri óskum um „skjótan bata“ Fairweather og bætir við að hann sé „nokkuð sleginn“ eftir áreksturinn. „Mér hefur síðar verið tjáð að þú hafir handleggsbrotnað. Mér þykir mjög fyrir þessum meiðslum.“ Filippus gerir jafnframt frekari grein fyrir tildrögum slyssins en hann segir í bréfinu að hann hafi oft ekið umræddan veg og sé meðvitaður um umferðarþungann á svæðinu. „Með öðrum orðum, sólin var lágt á lofti yfir aðalveginum. Við venjuleg skilyrði hefði ég ekki átt í vandræðum með að sjá umferðina nálgast,“ skrifar hertoginn. „[…] og ég er fullur iðrunar yfir afleiðingunum.“ Segir bréfið einlægt Fairweather virðist hafa tekið konungshjónin í sátt og segist ánægð með bréfið, sérstaklega þar sem hann hafi ritað skírnarnafn sitt undir en ekki titilinn. Það hafi gefið bréfinu einlægan og persónulegan blæ. Þá hafi hertoginn loksins viðurkennt áfallið sem hún hafi orðið fyrir vegna slyssins. Bretar hafa fylgst náið með slysinu og eftirmálum þess síðustu daga. Hertoginn var einn í Landrover Freelander-bifreið sinni þegar hann ók inn á aðalveginn af beygjuakrein, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði á KIA-bifreiðinni með Fairweather innanborðs. Vinkona Fairweather ók bílnum og þá var níu mánaða sonur hennar í aftursætinu. Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Flippus prins, hertogi af Edinborg, hefur beðið konu sem slasaðist í árekstri sem hann var valdur að afsökunar. Filippus skrifaði konunni bréf þar sem hann sagðist „miður sín“ vegna atviksisins en konan hafði áður lýst því yfir að hún væri óánægð með viðbrögð konungshjónanna í málinu. Fjölmiðlar greindu frá árekstrinum í síðustu viku en slysið varð þegar Filippus, sem er 97 ára, ók bíl sínum á KIA-bifreið nærri herragarði bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum þann 17. janúar síðastliðinn. Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum en farþegi hins bílsins, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa óbeit á hraðakstri prinsins Fairweather hefur lýst yfir óánægju með Filippus og Elísabetu Bretadrottningu, eiginkonu hans, í kjölfar árekstursins. Skömmu eftir slysið tjáði hún breskum fjölmiðlum að hertoginn hafi ekki einu sinni beðið sig afsökunar. Þá hafi skilaboð sem Filippus og Elísabet sendu henni strax eftir slysið verið óskiljanleg auk þess sem þau hafi ekki óskað henni bata.Hertoginn fullur iðrunar Nú hefur hins vegar komið fram að Filippus sendi Fairweather bréf, skrifað fjórum dögum eftir slysið, þar sem hann biður hana afsökunar. Bréfið er birt í heild á vef breska götublaðsins Sunday Mirror en þar segist hertoginn „miður sín“ vegna slyssins. Þá kemur hann á framfæri óskum um „skjótan bata“ Fairweather og bætir við að hann sé „nokkuð sleginn“ eftir áreksturinn. „Mér hefur síðar verið tjáð að þú hafir handleggsbrotnað. Mér þykir mjög fyrir þessum meiðslum.“ Filippus gerir jafnframt frekari grein fyrir tildrögum slyssins en hann segir í bréfinu að hann hafi oft ekið umræddan veg og sé meðvitaður um umferðarþungann á svæðinu. „Með öðrum orðum, sólin var lágt á lofti yfir aðalveginum. Við venjuleg skilyrði hefði ég ekki átt í vandræðum með að sjá umferðina nálgast,“ skrifar hertoginn. „[…] og ég er fullur iðrunar yfir afleiðingunum.“ Segir bréfið einlægt Fairweather virðist hafa tekið konungshjónin í sátt og segist ánægð með bréfið, sérstaklega þar sem hann hafi ritað skírnarnafn sitt undir en ekki titilinn. Það hafi gefið bréfinu einlægan og persónulegan blæ. Þá hafi hertoginn loksins viðurkennt áfallið sem hún hafi orðið fyrir vegna slyssins. Bretar hafa fylgst náið með slysinu og eftirmálum þess síðustu daga. Hertoginn var einn í Landrover Freelander-bifreið sinni þegar hann ók inn á aðalveginn af beygjuakrein, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði á KIA-bifreiðinni með Fairweather innanborðs. Vinkona Fairweather ók bílnum og þá var níu mánaða sonur hennar í aftursætinu.
Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45
Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21
Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05