UNESCO spyr líka um Gjábakkaveg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. október 2019 06:15 Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/Anton Brink Mechtild Rössler, aðalframkvæmdastjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO, segir ráðgefandi stofnanir harma að endurnýjun Gjábakkavegar á Þingvelli hafi ekki farið í umhverfismat. Þetta kemur fram í bréfi Rössler til íslenskra stjórnvalda. Segir hún að Alþjóðaráðið um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) og Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) harmi að ekki hafi verið lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið og á heimsminjar. Þá skorti heildaráætlun um umferð. „Að auki þá gæti framkvæmdin við Gjábakkaveg til lengri tíma litið leitt til hættu á mengun vatnsins í Þingvallavatni,“ skrifar Rössler. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir stækkun Gjábakkavegar einmitt leiða til minni hættu á að mengun berist í Þingvallavatn. Umferð í gegn um þjóðgarðinn fari nú öll um Gjábakkaveg því veginum við vatnið hafi verði breytt í botnlanga. Varðandi mat á umhverfisáhrifum segir Einar að það hafi upphaflega verið sett í lögformlegt ferli af Vegagerðinni. „Það voru eiginlega allar stofnanir sem sögðu þetta þannig framkvæmd að hún þyrfti ekki að fara í fullt umhverfismat,“ segir hann. Þetta verði útskýrt fyrir UNESCO. „Það örlar á misskilningi í bréfinu hjá þeim og þarna eru atriði sem þarf að skýra betur.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Heimsminjaskrifstofan nú einnig til skoðunar kvörtun vegna starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru. Einar segist ekki óttast að þau umsvif ógni stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá. Hann bendir meðal annars á að aðeins sé leyft að kafa í tveimur gjám á Þingvöllum og með ströngum skilyrðum. Þetta og fleira verði útskýrt í svari til Heimsminjaskrifstofunnar auk þess sem ýmislegt í kvörtunarbréfinu verði leiðrétt. „Tilfinning mín er að það verði hægt að skýra þessa starfsemi ágætlega fyrir Heimsminjaskrifstofunni,“ segir þjóðgarðsvörður. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Mechtild Rössler, aðalframkvæmdastjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO, segir ráðgefandi stofnanir harma að endurnýjun Gjábakkavegar á Þingvelli hafi ekki farið í umhverfismat. Þetta kemur fram í bréfi Rössler til íslenskra stjórnvalda. Segir hún að Alþjóðaráðið um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) og Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) harmi að ekki hafi verið lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið og á heimsminjar. Þá skorti heildaráætlun um umferð. „Að auki þá gæti framkvæmdin við Gjábakkaveg til lengri tíma litið leitt til hættu á mengun vatnsins í Þingvallavatni,“ skrifar Rössler. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir stækkun Gjábakkavegar einmitt leiða til minni hættu á að mengun berist í Þingvallavatn. Umferð í gegn um þjóðgarðinn fari nú öll um Gjábakkaveg því veginum við vatnið hafi verði breytt í botnlanga. Varðandi mat á umhverfisáhrifum segir Einar að það hafi upphaflega verið sett í lögformlegt ferli af Vegagerðinni. „Það voru eiginlega allar stofnanir sem sögðu þetta þannig framkvæmd að hún þyrfti ekki að fara í fullt umhverfismat,“ segir hann. Þetta verði útskýrt fyrir UNESCO. „Það örlar á misskilningi í bréfinu hjá þeim og þarna eru atriði sem þarf að skýra betur.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Heimsminjaskrifstofan nú einnig til skoðunar kvörtun vegna starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru. Einar segist ekki óttast að þau umsvif ógni stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá. Hann bendir meðal annars á að aðeins sé leyft að kafa í tveimur gjám á Þingvöllum og með ströngum skilyrðum. Þetta og fleira verði útskýrt í svari til Heimsminjaskrifstofunnar auk þess sem ýmislegt í kvörtunarbréfinu verði leiðrétt. „Tilfinning mín er að það verði hægt að skýra þessa starfsemi ágætlega fyrir Heimsminjaskrifstofunni,“ segir þjóðgarðsvörður.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira