Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2019 11:30 Wayne Rooney og Jamie Vardy hafa leikið saman með enska landsliðinu og þykir málið gríðarlega vandræðalegt fyrir Vardy-hjónin. vísir/getty Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um Coleen Rooney og Wayne Rooney á slúðurmiðlinum The Sun og hafa þau tjáð sig töluvert um rangan fréttaflutning á sínum samfélagsmiðlum. Coleen er nú búin að finna út hver var að senda The Sun efni frá lífi hjónanna, sem búsett eru í Washington í dag. Wayne Rooney leikur þar með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Í færslunni segist Coleen Rooney vera með persónulegan Instagram-reikning þar sem hún samþykkir aðeins vini og vandamenn. Hún segir að sig hafi grunað að einhver innan þess fylgjendahóps væri að leka upplýsingum og var með eina sérstaka konu í huga. Coleen ákvað því að „blokka“ alla nema umrædda manneskju og því gat hún ein séð færslurnar frá Coleen. „Síðustu fimm mánuði hef ég verið að setja inn færslur sem eru í raun falskar og eiga ekki stoð í raunveruleikanum til að sjá hvað myndi gerast,“ segir Coleen Ronney í færslunni. Til að mynda segist hún hafa logið því að vera á leiðinni í nýtt starf í sjónvarpi og að allt hafi verið á floti í kjallaranum á heimili hjónanna einn morguninn. Allt var þetta sett á svið en rataði engu að síður á miðla The Sun. Aðeins ein kona gat vitað þetta og er það Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy, sem leikur með Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Vardy og Rooney hafa verið samherjar með enska landsliðinu. Breskir miðlar greina mikið frá málinu en sjálf hefur Rebekah Vardy tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni og neitar öllum sökum. Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Bretland England Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira
Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um Coleen Rooney og Wayne Rooney á slúðurmiðlinum The Sun og hafa þau tjáð sig töluvert um rangan fréttaflutning á sínum samfélagsmiðlum. Coleen er nú búin að finna út hver var að senda The Sun efni frá lífi hjónanna, sem búsett eru í Washington í dag. Wayne Rooney leikur þar með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Í færslunni segist Coleen Rooney vera með persónulegan Instagram-reikning þar sem hún samþykkir aðeins vini og vandamenn. Hún segir að sig hafi grunað að einhver innan þess fylgjendahóps væri að leka upplýsingum og var með eina sérstaka konu í huga. Coleen ákvað því að „blokka“ alla nema umrædda manneskju og því gat hún ein séð færslurnar frá Coleen. „Síðustu fimm mánuði hef ég verið að setja inn færslur sem eru í raun falskar og eiga ekki stoð í raunveruleikanum til að sjá hvað myndi gerast,“ segir Coleen Ronney í færslunni. Til að mynda segist hún hafa logið því að vera á leiðinni í nýtt starf í sjónvarpi og að allt hafi verið á floti í kjallaranum á heimili hjónanna einn morguninn. Allt var þetta sett á svið en rataði engu að síður á miðla The Sun. Aðeins ein kona gat vitað þetta og er það Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy, sem leikur með Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Vardy og Rooney hafa verið samherjar með enska landsliðinu. Breskir miðlar greina mikið frá málinu en sjálf hefur Rebekah Vardy tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni og neitar öllum sökum.
Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Bretland England Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira