Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 18:23 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. Málið má rekja til þess að Ásmundur Friðriksson sendi bréf til Evrópuráðsþingsins þar sem hann bendir á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðir Pírata hafi haft uppi ummæli um sig sem svo voru dæmd af siðanefnd þingsins sem óhæfa. Björn Leví brást við því með að skrifa pistil á Facebook þar sem lét Ásmund heyra það. „Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt,“ skrifaði Björn Leví og benti á orðabók Árnastofnunar sem skýrði orðið mannleysa sem svo að þar fari huglaus og ómerkilegur maður. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu einnig ráðlagt að lesa ekki pistilinn. Ásmundur var spurður út í hver væru viðbrögð hans við þessum pistli Björns Levís er Ásmundur var til viðtals í Reykjavík síðdegis nú fyrir stundu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelm „Það er nú reyndar þannig að ég hef haft ýmsu að sýsla í dag en mér og eiginkonu minni og börnum og fjölskyldu hefur verið ráðlagt að lesa ekki þann pistil,“ sagði hann.Af hverjum?„Af vinum og vandamönnum“Vegna orða hans í þinn garð?„Já,“ svaraði Ásmundur og bætti við að hann hefði ekki í hyggju að eyðileggja fyrir sér daginn með því að lesa pistilinn í kvöld auk þess sem hann sakaði Björn Leví um að leggja sig í einelti.Spurður út í tilgang bréfsins til Evrópuráðsþingsins svaraði Ásmundur að hann hefði beðið eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf láta vita af siðanefndarúrskurðinum í hennar garð. Þegar ekkert gerðist hafi honum þótt rétt að upplýsa samstarfsmenn hennar á Evrópuráðsþinginu um siðanefndarúrskurðinn.„Ég held bara að í ljósi þeirrar gagnsæisástar sem Píratar hafa nú á flestum málum. Tala mikið um gagnsæi, nema þegar það snýr að þeim. Þeir tala líka mikið um siðferði, nema þegar það snýr að þeim. Ég er nú búinn að bíða í nokkra mánuði eftir því að formaður laga- og mannréttindarnefndar Evrópuráðsins myndi, í ljósi gagnsæisástarinnar, skýra ráðinu frá því að hún hafi verið fyrsti þingmaður Íslandssögunar sem að siðanefnd dæmdi fyrir að brjóta á öðrum þingmanni.“ Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. Málið má rekja til þess að Ásmundur Friðriksson sendi bréf til Evrópuráðsþingsins þar sem hann bendir á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðir Pírata hafi haft uppi ummæli um sig sem svo voru dæmd af siðanefnd þingsins sem óhæfa. Björn Leví brást við því með að skrifa pistil á Facebook þar sem lét Ásmund heyra það. „Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt,“ skrifaði Björn Leví og benti á orðabók Árnastofnunar sem skýrði orðið mannleysa sem svo að þar fari huglaus og ómerkilegur maður. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu einnig ráðlagt að lesa ekki pistilinn. Ásmundur var spurður út í hver væru viðbrögð hans við þessum pistli Björns Levís er Ásmundur var til viðtals í Reykjavík síðdegis nú fyrir stundu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelm „Það er nú reyndar þannig að ég hef haft ýmsu að sýsla í dag en mér og eiginkonu minni og börnum og fjölskyldu hefur verið ráðlagt að lesa ekki þann pistil,“ sagði hann.Af hverjum?„Af vinum og vandamönnum“Vegna orða hans í þinn garð?„Já,“ svaraði Ásmundur og bætti við að hann hefði ekki í hyggju að eyðileggja fyrir sér daginn með því að lesa pistilinn í kvöld auk þess sem hann sakaði Björn Leví um að leggja sig í einelti.Spurður út í tilgang bréfsins til Evrópuráðsþingsins svaraði Ásmundur að hann hefði beðið eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf láta vita af siðanefndarúrskurðinum í hennar garð. Þegar ekkert gerðist hafi honum þótt rétt að upplýsa samstarfsmenn hennar á Evrópuráðsþinginu um siðanefndarúrskurðinn.„Ég held bara að í ljósi þeirrar gagnsæisástar sem Píratar hafa nú á flestum málum. Tala mikið um gagnsæi, nema þegar það snýr að þeim. Þeir tala líka mikið um siðferði, nema þegar það snýr að þeim. Ég er nú búinn að bíða í nokkra mánuði eftir því að formaður laga- og mannréttindarnefndar Evrópuráðsins myndi, í ljósi gagnsæisástarinnar, skýra ráðinu frá því að hún hafi verið fyrsti þingmaður Íslandssögunar sem að siðanefnd dæmdi fyrir að brjóta á öðrum þingmanni.“
Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10
Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26