Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 10:10 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis.Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ásmundi að Evrópuráðsþingið ætti að íhuga aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu vegna þessa. Það var í júní sem forsætisnefnd Alþingis féllst á niðurstöðu siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingsins með ummælum sem hún lét falla um Ásmund í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur gerði sjálfur athugasemd við ummæli Þórhildar Sunnu og Björns Leví sem tjáðu sig um endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Ásmundur segir í samtalinu við Morgunblaðið að honum finnist mikilvægt að greina Evrópuráðsþinginu frá broti Þórhildar Sunnu. „Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika samkvæmt áliti forsætisnefndar og siðanefndar,“ segir Ásmundur. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis.Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ásmundi að Evrópuráðsþingið ætti að íhuga aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu vegna þessa. Það var í júní sem forsætisnefnd Alþingis féllst á niðurstöðu siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingsins með ummælum sem hún lét falla um Ásmund í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur gerði sjálfur athugasemd við ummæli Þórhildar Sunnu og Björns Leví sem tjáðu sig um endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Ásmundur segir í samtalinu við Morgunblaðið að honum finnist mikilvægt að greina Evrópuráðsþinginu frá broti Þórhildar Sunnu. „Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika samkvæmt áliti forsætisnefndar og siðanefndar,“ segir Ásmundur. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira