Ósammála því að úrskurðarnefnd tefji aðgang að upplýsingum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2019 12:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni velti umboðsmaður Alþingis upp þeirri spurningu hvort ríkjandi kerfi upplýsingalaga og tilvera úrskurðarnefndarinnar hafi gert það að verkum að stjórnsýslan sé tregari við að veita upplýsingar en ella. „Það fjölgar kvörtunum til okkar. Ég held hins vegar að þetta sé brýnt viðfangsefni og mikilvægt að við náum fram einhverjum umbótum á þessu sviði,“ segir Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við að vissu leyti. „Við samþykktum endurskoðuð upplýsingalög á Alþingi síðasta vor sem gera ráð fyrir miklu meiri frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa því að eiga meira frumkvæði að því að birta upplýsingar sem mun auka aðgengi almennings að upplýsingum. Vonandi verður það til þess að mörg þau vandamál sem Umboðsmaður bendir á munu leysast,“ segir forsætisráðherra. Í breytingunum felst meðal annars að afgreiðslutími erinda sem berast úrskurðarnefnd upplýsingamála skuli að hámarki vera 150 dagar. „Ég er ekki sammála því að úrskurðarnefndin sé sjálfstætt vandamál. Vissulega hefur afgreiðslutíminn verið langur en við erum bæði núna að eyrnamerkja hámarkstíma, sumum kann að finnast hann langur en hann hefur verið töluvert lengri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þá hafi úrskurðarnefndin fengið starfsmann í fullt starf sem eigi að draga úr málsmeðferðarhraða. Ég held að það sé mikilvægt að fá úrskurðarnefnd sem almenningur, fjölmiðlar og aðrir aðilar geta leitað til þannig að ekki þurfi að leita til dómstóla þegar ágreiningur rís. Það er miklu tafsamara og meiri leið, segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni velti umboðsmaður Alþingis upp þeirri spurningu hvort ríkjandi kerfi upplýsingalaga og tilvera úrskurðarnefndarinnar hafi gert það að verkum að stjórnsýslan sé tregari við að veita upplýsingar en ella. „Það fjölgar kvörtunum til okkar. Ég held hins vegar að þetta sé brýnt viðfangsefni og mikilvægt að við náum fram einhverjum umbótum á þessu sviði,“ segir Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við að vissu leyti. „Við samþykktum endurskoðuð upplýsingalög á Alþingi síðasta vor sem gera ráð fyrir miklu meiri frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa því að eiga meira frumkvæði að því að birta upplýsingar sem mun auka aðgengi almennings að upplýsingum. Vonandi verður það til þess að mörg þau vandamál sem Umboðsmaður bendir á munu leysast,“ segir forsætisráðherra. Í breytingunum felst meðal annars að afgreiðslutími erinda sem berast úrskurðarnefnd upplýsingamála skuli að hámarki vera 150 dagar. „Ég er ekki sammála því að úrskurðarnefndin sé sjálfstætt vandamál. Vissulega hefur afgreiðslutíminn verið langur en við erum bæði núna að eyrnamerkja hámarkstíma, sumum kann að finnast hann langur en hann hefur verið töluvert lengri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þá hafi úrskurðarnefndin fengið starfsmann í fullt starf sem eigi að draga úr málsmeðferðarhraða. Ég held að það sé mikilvægt að fá úrskurðarnefnd sem almenningur, fjölmiðlar og aðrir aðilar geta leitað til þannig að ekki þurfi að leita til dómstóla þegar ágreiningur rís. Það er miklu tafsamara og meiri leið, segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira