Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Sylvía Hall skrifar 3. febrúar 2019 15:30 Jón Baldvin heldur á minnisblaðinu á leið sinni í Útvarpshúsið í morgun. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið við Efstaleiti sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. Á minnisblaðinu eru umræðupunktar sem Jón Baldvin hafði undirbúið sérstaklega og komst ansi margt að í viðtalinu sem má finna á blaðinu. Blaðið hefst á orðum Jóns Baldvins um að hann hafi verið dæmdur og fordæmdur eftir að ásakanir á hendur honum komu fram og er yfirskrift þeirra punkta: „Á sakamannabekk“. Því næst víkur hann sér að réttarkerfinu og þeirri staðreynd að aðeins ein kæra hefur verið gefin út en kærunni var vísað frá. „Það er aðeins ein af þessum sögum sem með formlegum hætti varð kæra,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu sjálfu eftir að hafa vikið að því að hafa bæði verið dæmdur og fordæmdur líkt og stóð á blaðinu. Fjölskyldumálin fyrirferðamikil Á blaðinu má einnig sjá hvar hann hefur flokkað umræðupunktana eftir umfjöllunarefni og eru þar yfirskriftir á borð við: „Samt sekur“, „Bara ein skýring“ og „Sjúkdómseinkenni“ en síðustu tveir flokkarnir varða ásakanir dóttur hans, Aldísar Schram, á hendur honum. Sjúkdómseinkennin sem um ræðir tengjast meintri geðhvarfasýki dóttur hans sem hann skrifar á blaðið að hún viðurkenni ekki. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er enginn einn maður sem nauðungarvistar annan einstakling. Það er neyðarúrræði lækna, það þarf að koma til fleiri en einn læknir. Það þarf úrskúrð dómsmálaráðuneytis. Það sem var áður fyrr, áður en lögum var breytt, þá var það þannig að aðstandendur voru settir í þá skelfilegu stöðu að gefa samþykki sitt,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu. Þá sagði hann sögu dóttur sinnar um að hann hafi getað látið nauðungarvista hana vegna valdamikillar stöðu sinnar ekki standast þar sem slíkt myndi aðeins þekkjast í „Rússlandi Pútíns“ eða Sádí-Arabíu. Þá samlíkingu mátti einnig finna á minnisblaðinu. „Oflæti, megalomania, trúarofstæki, þráhyggja um kynlíf, UPPTALNING, barn í fóstur“ eru þeir punktar sem Jón Baldvin undirbjó fyrir viðtalið í tengslum við sjúkdómseinkennin. Þá má einnig sjá að orð hans um að dóttir sín væri hæfileikarík en afar veik voru einnig undirbúin fyrir fram. Fámennur öfgahópur, tjáningarfrelsið og ritskoðun Síðasta yfirskrift sem sjá má á blaðinu er „AÐFÖR mér og fjölsky.“ og má greina að hann telur þar upp meðal annars hluti á borð við tjáningarfrelsið, ritskoðun, útgáfubann og dómsvald. Flokkurinn sem á undan kemur er illgreinanlegur en þó má sjá að þar kemur hann inn á málþing, bókaútgáfuna sem slegið var á frest í kjölfar ásakananna sem og fyrirgefningu. Þá má einnig sjá orðin „MÍN SÖK“ í hástöfum en í viðtalinu gekkst hann við því að eiga einhverja sök í því að hafa ollið klofningi innan fjölskyldunnar. „Þetta spannst í þetta skiptið um það að reyna koma í veg fyrir útgáfu bókar sem stóð til að gefa út á afmæli mínu,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu en bókin átti að koma út nú í febrúar í tilefni áttatíu ára afmælis fyrrum ráðherrans. Þá tilkynnti hann að hann hygðist gefa út bók um ásakanirnar á hendur honum sem bæri titilinn „Vörn fyrir æru: hvernig fámennur öfgahópur hefur sagt réttarríkinu á Íslandi stríð á hendur“. Á meðal punkta minnisblaðsins eru orðin „fámennur öfgahópur“. Hér að neðan má sjá mynd af minnisblaðinu. Minnisblaðið sem um ræðir.Vísir/Vilhelm MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið við Efstaleiti sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. Á minnisblaðinu eru umræðupunktar sem Jón Baldvin hafði undirbúið sérstaklega og komst ansi margt að í viðtalinu sem má finna á blaðinu. Blaðið hefst á orðum Jóns Baldvins um að hann hafi verið dæmdur og fordæmdur eftir að ásakanir á hendur honum komu fram og er yfirskrift þeirra punkta: „Á sakamannabekk“. Því næst víkur hann sér að réttarkerfinu og þeirri staðreynd að aðeins ein kæra hefur verið gefin út en kærunni var vísað frá. „Það er aðeins ein af þessum sögum sem með formlegum hætti varð kæra,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu sjálfu eftir að hafa vikið að því að hafa bæði verið dæmdur og fordæmdur líkt og stóð á blaðinu. Fjölskyldumálin fyrirferðamikil Á blaðinu má einnig sjá hvar hann hefur flokkað umræðupunktana eftir umfjöllunarefni og eru þar yfirskriftir á borð við: „Samt sekur“, „Bara ein skýring“ og „Sjúkdómseinkenni“ en síðustu tveir flokkarnir varða ásakanir dóttur hans, Aldísar Schram, á hendur honum. Sjúkdómseinkennin sem um ræðir tengjast meintri geðhvarfasýki dóttur hans sem hann skrifar á blaðið að hún viðurkenni ekki. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er enginn einn maður sem nauðungarvistar annan einstakling. Það er neyðarúrræði lækna, það þarf að koma til fleiri en einn læknir. Það þarf úrskúrð dómsmálaráðuneytis. Það sem var áður fyrr, áður en lögum var breytt, þá var það þannig að aðstandendur voru settir í þá skelfilegu stöðu að gefa samþykki sitt,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu. Þá sagði hann sögu dóttur sinnar um að hann hafi getað látið nauðungarvista hana vegna valdamikillar stöðu sinnar ekki standast þar sem slíkt myndi aðeins þekkjast í „Rússlandi Pútíns“ eða Sádí-Arabíu. Þá samlíkingu mátti einnig finna á minnisblaðinu. „Oflæti, megalomania, trúarofstæki, þráhyggja um kynlíf, UPPTALNING, barn í fóstur“ eru þeir punktar sem Jón Baldvin undirbjó fyrir viðtalið í tengslum við sjúkdómseinkennin. Þá má einnig sjá að orð hans um að dóttir sín væri hæfileikarík en afar veik voru einnig undirbúin fyrir fram. Fámennur öfgahópur, tjáningarfrelsið og ritskoðun Síðasta yfirskrift sem sjá má á blaðinu er „AÐFÖR mér og fjölsky.“ og má greina að hann telur þar upp meðal annars hluti á borð við tjáningarfrelsið, ritskoðun, útgáfubann og dómsvald. Flokkurinn sem á undan kemur er illgreinanlegur en þó má sjá að þar kemur hann inn á málþing, bókaútgáfuna sem slegið var á frest í kjölfar ásakananna sem og fyrirgefningu. Þá má einnig sjá orðin „MÍN SÖK“ í hástöfum en í viðtalinu gekkst hann við því að eiga einhverja sök í því að hafa ollið klofningi innan fjölskyldunnar. „Þetta spannst í þetta skiptið um það að reyna koma í veg fyrir útgáfu bókar sem stóð til að gefa út á afmæli mínu,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu en bókin átti að koma út nú í febrúar í tilefni áttatíu ára afmælis fyrrum ráðherrans. Þá tilkynnti hann að hann hygðist gefa út bók um ásakanirnar á hendur honum sem bæri titilinn „Vörn fyrir æru: hvernig fámennur öfgahópur hefur sagt réttarríkinu á Íslandi stríð á hendur“. Á meðal punkta minnisblaðsins eru orðin „fámennur öfgahópur“. Hér að neðan má sjá mynd af minnisblaðinu. Minnisblaðið sem um ræðir.Vísir/Vilhelm
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32