Skömmu fyrir klukkan átta i morgun mældist jarðskjálfti að stærð 3,5 við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Nokkrir smærri skjálftar mældust í aðdraganda hans og hafa fylgt honum en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.
Enn fremur segir í tilkynningunni að jarðskjálftar séu algengir á þessu svæði.
