Reyndi að stinga mann með stórum eldhúshníf en fékk að kenna á hafnaboltakylfu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 13:25 Maðurinn er undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti á fimmtudag farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa ógnað manni með hníf fyrir utan söluturn í Reykjavík. Sá síðarnefndi lamdi hnífamanninn um hæl með hafnaboltakylfu í höfuðið. Í úrskurði héraðsdóms frá 8. júlí segir að lögreglu hafi borist tilkynning um mann sem hafði verið laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið fyrir utan söluturninn. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar fyrir tveir menn en sá með hafnaboltakylfuna sagði kærða hafa hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Lögregla fann kærða sitjandi á bekk fyrir utan húsið þar sem sjúkralið var að hlúa að honum. Kvað kærði að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hann hafi verið með hníf með sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu sýndu þó að kærði hefði komið hlaupandi með stóran eldhúshníf á móti manninum sem hélt á hafnaboltakylfunni og reyndi að stinga hann í tvígang, en hann komst undan. Haft er eftir kærða í úrskurði frá 8. júlí að hann hafi verið hér á landi í tíu daga og kvaðst hann Búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt vegabréfi mannsins hafði hann komið hingað til lands í gegnum Varsjá í Póllandi og kvaðst hann hafa komið til að hitta fjölskyldu sína. Í úrskurði segir jafnframt að maðurinn sé undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Þá virðist sem hending hafi ráðið að hnífurinn hafi ekki farið í kviðinn á manninum sem kærði reyndi að stinga. Það sé því nauðsynlegt að kærði sæti farbanni svo hægt sé að ljúka rannsókn. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til föstudagsins 2. ágúst næstkomandi, sem Landsréttur staðfesti. Úrskurð Landsréttar má finna hér. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Landsréttur staðfesti á fimmtudag farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa ógnað manni með hníf fyrir utan söluturn í Reykjavík. Sá síðarnefndi lamdi hnífamanninn um hæl með hafnaboltakylfu í höfuðið. Í úrskurði héraðsdóms frá 8. júlí segir að lögreglu hafi borist tilkynning um mann sem hafði verið laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið fyrir utan söluturninn. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar fyrir tveir menn en sá með hafnaboltakylfuna sagði kærða hafa hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Lögregla fann kærða sitjandi á bekk fyrir utan húsið þar sem sjúkralið var að hlúa að honum. Kvað kærði að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hann hafi verið með hníf með sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu sýndu þó að kærði hefði komið hlaupandi með stóran eldhúshníf á móti manninum sem hélt á hafnaboltakylfunni og reyndi að stinga hann í tvígang, en hann komst undan. Haft er eftir kærða í úrskurði frá 8. júlí að hann hafi verið hér á landi í tíu daga og kvaðst hann Búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt vegabréfi mannsins hafði hann komið hingað til lands í gegnum Varsjá í Póllandi og kvaðst hann hafa komið til að hitta fjölskyldu sína. Í úrskurði segir jafnframt að maðurinn sé undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Þá virðist sem hending hafi ráðið að hnífurinn hafi ekki farið í kviðinn á manninum sem kærði reyndi að stinga. Það sé því nauðsynlegt að kærði sæti farbanni svo hægt sé að ljúka rannsókn. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til föstudagsins 2. ágúst næstkomandi, sem Landsréttur staðfesti. Úrskurð Landsréttar má finna hér.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira