Enski boltinn

Leikmaður Cleveland og Gylfi skiptust á treyjum eftir sigurinn á United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í baráttunni í gær.
Gylfi í baráttunni í gær. vísir/getty
Larry Nance Jr., leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, var á Goodison Park í gær er Everton vann 4-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Larry er 26 ára gamall miðherji sem gekk í raðir Cleveland fyrir síðustu leiktíð. Þar áður lék hann með Los Angeles Lakers í fjögur ár.

Gylfi Sigurðsson var í banastuði með Larry í stúkunni. Gylfi skoraði annað mark Everton og lagði upp það fjórða fyrir Theo Walcott. Upprúllun hjá Everton.

Gylfi birti í dag mynd af sér á Insagram ásamt Larry en þeir skiptust á treyjum eftir leikinn; Gylfi fékk treyju Cleveland með nafni Larry en Larry fékk Everton-treyju með nafni Gylfa.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×