Yussuf Poulsen skaut Danmörk á toppinn | Enn og aftur tap hjá Færeyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danirnir fagna sigurmarkinu.
Danirnir fagna sigurmarkinu. vísir/getty
Danmörk vann mikilvægan sigur á Sviss í D-riðlinum er liðin mættust á Parken í Kaupmannarhöfn í dag.

Fyrsta og eina mark leiksins skorað Yussuf Poulsen, leikmaður RB Leipzig, á 84. mínútu eftir frábæra sendingu frá Christian Eriksen.

Kasper Schmeichel þurfti oftar en einu sinni að taka á honum stóra sínum í markinu en hann var lang besti leikmaður Dana í leiknum. Lokatölur 1-0.

Danmörk er því komið á topp riðilsins en þeir eru með tólf stig líkt og Írland. Sviss er í 3. sætinu með átta stig en eiga leik til góða.

Gunnar Nielsen og Brandur Olsen voru í byrjunarliði Færeyja sem tapaði 3-0 fyrir Rúmeníu á heimavelli. Brandur var tekinn af velli á 71. mínútu.

Færeyingar eru á botni riðilsins án stiga eftir sjö leiki en Rúmenía er í öðru sætinu með þrettán stig.

Í J-riðlinum fengu Finnar óvæntan skell gegn Bosníu. Staðan var 4-0 eftir 75 mínútur en Finnarnir náðu að klóra í bakkann áður en yfir lauk og lokatölur 4-1.

Finnland er áfram í 2. sæti riðilsins með tólf stig en Bosnía er nú í 3. sætinu með tíu stig. Ítalir á toppnum með átján stig, fullt hús stiga.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.