Yussuf Poulsen skaut Danmörk á toppinn | Enn og aftur tap hjá Færeyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danirnir fagna sigurmarkinu.
Danirnir fagna sigurmarkinu. vísir/getty
Danmörk vann mikilvægan sigur á Sviss í D-riðlinum er liðin mættust á Parken í Kaupmannarhöfn í dag.Fyrsta og eina mark leiksins skorað Yussuf Poulsen, leikmaður RB Leipzig, á 84. mínútu eftir frábæra sendingu frá Christian Eriksen.Kasper Schmeichel þurfti oftar en einu sinni að taka á honum stóra sínum í markinu en hann var lang besti leikmaður Dana í leiknum. Lokatölur 1-0.Danmörk er því komið á topp riðilsins en þeir eru með tólf stig líkt og Írland. Sviss er í 3. sætinu með átta stig en eiga leik til góða.Gunnar Nielsen og Brandur Olsen voru í byrjunarliði Færeyja sem tapaði 3-0 fyrir Rúmeníu á heimavelli. Brandur var tekinn af velli á 71. mínútu.Færeyingar eru á botni riðilsins án stiga eftir sjö leiki en Rúmenía er í öðru sætinu með þrettán stig.Í J-riðlinum fengu Finnar óvæntan skell gegn Bosníu. Staðan var 4-0 eftir 75 mínútur en Finnarnir náðu að klóra í bakkann áður en yfir lauk og lokatölur 4-1.Finnland er áfram í 2. sæti riðilsins með tólf stig en Bosnía er nú í 3. sætinu með tíu stig. Ítalir á toppnum með átján stig, fullt hús stiga.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.