Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Birgir Olgeirsson skrifar 22. maí 2019 14:44 Taldi dómurinn að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. Vísir 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um tuttugu mánaða skeiði villt á sér heimildir, kúgað konu til kynmaka með öðrum mönnum, kúgað hana til að senda sér kynferðislegt myndefni ásamt því að nauðga henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn beitti blekkingum á samfélagsmiðlum en þar þóttist hann vera annar ungur karlmaður sem konan þekkti. Þannig fékk hann konuna til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig og braut gegn henni. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Hinn dæmdi hafði kynnst konunni í framhaldsskóla þar sem þau hófu samskipti í gegnum Snapchat. Skömmu seinna ákvað hinn dæmdi að stofna Snapchat-reikning í nafni hins unga mannsins sem konan kannaðist við, og stóðu fölsku samskiptin þar í langan tíma.Hittust í tvígang á hóteli Í gegnum þennan falska Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli í Kópavogi þar sem hann fór fram á hún yrði bundin og með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera að hitta unga manninn en ekki hinn dæmda. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum. Hann neyddi hana til að taka þau upp og senda sér myndir, myndupptökur eða hljóðupptökur af þeim samskiptum. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann konunni í gíslingu. Konan leitaði til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis, árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið af hálfu unga mannsins sem hún taldi sig hafa verið í samskiptum við og hitt í tvígang á hótelinu. Við rannsókn málsins kom hins vegar hið sanna í ljós. Hinn dæmdi hafði villt á sér heimildir og þóst vera ungi maðurinn sem var ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið. Sagður hafa falið slóð sína vel Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness og auk þess dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómurinn var skýr um að það maðurinn hafi nýtt sér sem samskiptamiðla þar sem hann gat falið slóð sín nokkuð vel ásamt því að nýta leyninúmer sem varð til þess að erfitt var að afla sönnunargagna við rannsókn málsins. Taldi dómurinn að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um tuttugu mánaða skeiði villt á sér heimildir, kúgað konu til kynmaka með öðrum mönnum, kúgað hana til að senda sér kynferðislegt myndefni ásamt því að nauðga henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn beitti blekkingum á samfélagsmiðlum en þar þóttist hann vera annar ungur karlmaður sem konan þekkti. Þannig fékk hann konuna til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig og braut gegn henni. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Hinn dæmdi hafði kynnst konunni í framhaldsskóla þar sem þau hófu samskipti í gegnum Snapchat. Skömmu seinna ákvað hinn dæmdi að stofna Snapchat-reikning í nafni hins unga mannsins sem konan kannaðist við, og stóðu fölsku samskiptin þar í langan tíma.Hittust í tvígang á hóteli Í gegnum þennan falska Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli í Kópavogi þar sem hann fór fram á hún yrði bundin og með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera að hitta unga manninn en ekki hinn dæmda. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum. Hann neyddi hana til að taka þau upp og senda sér myndir, myndupptökur eða hljóðupptökur af þeim samskiptum. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann konunni í gíslingu. Konan leitaði til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis, árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið af hálfu unga mannsins sem hún taldi sig hafa verið í samskiptum við og hitt í tvígang á hótelinu. Við rannsókn málsins kom hins vegar hið sanna í ljós. Hinn dæmdi hafði villt á sér heimildir og þóst vera ungi maðurinn sem var ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið. Sagður hafa falið slóð sína vel Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness og auk þess dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómurinn var skýr um að það maðurinn hafi nýtt sér sem samskiptamiðla þar sem hann gat falið slóð sín nokkuð vel ásamt því að nýta leyninúmer sem varð til þess að erfitt var að afla sönnunargagna við rannsókn málsins. Taldi dómurinn að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira