Ferðamenn fari með gát vegna vatnavaxta á Vesturlandi og Vestfjörðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2019 13:27 Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Veðurfræðingur biðlar til almennings að fylgjast vel með veðurfréttum. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Á síðasta sólarhring hefur rignt gríðarlega á vesturhelmingi landsins og útlit er fyrir enn meiri ofankomu á næstu klukkutímum. Á Vestfjörðum er gul úrkomuviðvörun í gildi til klukkan átta í kvöld en appelsínugul í Faxaflóa og Breiðafirði til klukkan sex síðdegis. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ráðleggur íbúum á Vesturhluta landsins að fylgjast vel með fréttum, ástandi vega og vefsvæði veðurstofunnar því ástandið verður endurmetið jafnóðum. „Það verður aðeins aukning á úrkomunni núna á næstu klukkutímum á Snæfellsnesi og Mýrum og svo inná Breiðafirði þar sem úrkomubakki er að ferðast yfir. Það dró svolítið úr úrkomunni á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í gærkvöldi og í nótt þannig að við eigum von á að aukist núna aðeins aftur og verði jafnvel mikil úrkoma á ákveðnum stöðum,“ segir Hrafn.Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar er svona mikil ofankoma?„Fylgjast vel með fréttum og Vegagerðinni, ástandi vega, það hafa einhverjir vegir rofnað þarna, aðallega í Skagaströnd og einhverjar skriður fallið ekki mikið samt, en það eru alltaf líkur á því að það gerist í dag.“ Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Sjá nánar: Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggðaEr sniðugt að fólk sé mikið á ferli á þessum slóðum í dag?„Kannski ekki akkúrat núna en þetta á nú eftir að lagast. Þetta er bara rétt í dag og dregur síðan úr úrkomunni suðvestanlands svo hjaðnar þetta væntanlega smám saman en á morgun verður úrkomulítið. Þannig að þetta er nú bara svona rétt núna á meðan þetta úrkomusvæði er að ganga yfir sem þarf að hafa varann á ef fólk er á ferðinni,“ segir Hrafn. Hrafn segir að erfitt sé að segja til um það hvort fleiri vegir fari í sundur í dag. „Það eru alveg líkur á því, það gerðist í gær og úrkoman er að aukast aftur núna næstu klukkutímana og þetta er þá bara viðbót. Viðkvæmur jarðvegurinn tekur ekki eins vel við. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Hrafn. Veður Tengdar fréttir Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15 Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10 Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10 Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Á síðasta sólarhring hefur rignt gríðarlega á vesturhelmingi landsins og útlit er fyrir enn meiri ofankomu á næstu klukkutímum. Á Vestfjörðum er gul úrkomuviðvörun í gildi til klukkan átta í kvöld en appelsínugul í Faxaflóa og Breiðafirði til klukkan sex síðdegis. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ráðleggur íbúum á Vesturhluta landsins að fylgjast vel með fréttum, ástandi vega og vefsvæði veðurstofunnar því ástandið verður endurmetið jafnóðum. „Það verður aðeins aukning á úrkomunni núna á næstu klukkutímum á Snæfellsnesi og Mýrum og svo inná Breiðafirði þar sem úrkomubakki er að ferðast yfir. Það dró svolítið úr úrkomunni á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í gærkvöldi og í nótt þannig að við eigum von á að aukist núna aðeins aftur og verði jafnvel mikil úrkoma á ákveðnum stöðum,“ segir Hrafn.Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar er svona mikil ofankoma?„Fylgjast vel með fréttum og Vegagerðinni, ástandi vega, það hafa einhverjir vegir rofnað þarna, aðallega í Skagaströnd og einhverjar skriður fallið ekki mikið samt, en það eru alltaf líkur á því að það gerist í dag.“ Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Sjá nánar: Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggðaEr sniðugt að fólk sé mikið á ferli á þessum slóðum í dag?„Kannski ekki akkúrat núna en þetta á nú eftir að lagast. Þetta er bara rétt í dag og dregur síðan úr úrkomunni suðvestanlands svo hjaðnar þetta væntanlega smám saman en á morgun verður úrkomulítið. Þannig að þetta er nú bara svona rétt núna á meðan þetta úrkomusvæði er að ganga yfir sem þarf að hafa varann á ef fólk er á ferðinni,“ segir Hrafn. Hrafn segir að erfitt sé að segja til um það hvort fleiri vegir fari í sundur í dag. „Það eru alveg líkur á því, það gerðist í gær og úrkoman er að aukast aftur núna næstu klukkutímana og þetta er þá bara viðbót. Viðkvæmur jarðvegurinn tekur ekki eins vel við. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Hrafn.
Veður Tengdar fréttir Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15 Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10 Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10 Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15
Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10
Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10
Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43