Vinir Venesúela mótmæltu við Stjórnarráðið Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2019 18:05 Vinir Venesúela mótmæltu við Stjórnarráðið í Lækjargötu í dag. Aðsend/Vésteinn Valgarðsson Samtök hernaðarandstæðinga og Vinir Venesúela, stóðu í dag að útifundi fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu til þess að mótmæla heimsvaldastefnunni og íhlutun Bandaríkjanna í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela. Nokkur fjöldi mætti á fundinn og hélt Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins og Vinstri Grænna, ræðu. Í ræðu Ögmundar gagnrýndi hann utanríkisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson fyrir að hafa lýst yfir stuðningi íslenska ríkisins við Juan Guaido sem gerir tilkall til forsetaembættisins. Í yfirlýsingu samtakanna sem stóðu að fundinum er fullum stuðningi lýst við fullveldi Venesúela og „baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætli að sölsa undir sig auðlindir landsins.“ „Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingunni. Einnig er stuðningur íslenskra stjórnvalda við Juan Guaido fordæmdur og segja samtökin um að ræða brot á alþjóðalögum sem kalli refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra.Sjá má yfirlýsingu fundarins í heild sinni hér að neðan„Vinir Venesúela lýsa yfir fullum stuðningi við fullveldi Venesúela og baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætla að sölsa undir sig auðlindir landsins.Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga.Nú hafa þeir útnefnt forseta, sem hefur reynt að kaupa þjóðina til stuðnings við sig með svokallaðri „neyðaraðstoð“ frá Bandaríkjunum. En drýgstur hluti af vanda Venesúela stafar af efnahagslegum hernaði gegn landinu, sem Bandaríkin hafa stýrt. Ef efnahagsþvingunum væri aflétt myndi það vega margfalt þyngra en mútuaðstoð Bandaríkjanna.Við fordæmum stuðning íslenskra stjórnvalda við íhlutun heimsvaldaríkjanna. Þetta er brot á alþjóðalögum og kallar refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra. Nú kallar „forsetinn,“ sem íslenskir ráðherrar hafa útnefnt fyrir Venesúela, eftir auknu ofbeldi til að ryðja úr vegi réttmætum stjórnvöldum í Venesúela. Ábyrgð á því ofbeldi, sem fylgja kann í kjölfarið leggst á alla, sem hafa lýst yfir stuðningi við valdaránstilraun hans.“ Bandaríkin Stj.mál Venesúela Tengdar fréttir Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00 Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05 Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00 Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15 Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga og Vinir Venesúela, stóðu í dag að útifundi fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu til þess að mótmæla heimsvaldastefnunni og íhlutun Bandaríkjanna í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela. Nokkur fjöldi mætti á fundinn og hélt Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins og Vinstri Grænna, ræðu. Í ræðu Ögmundar gagnrýndi hann utanríkisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson fyrir að hafa lýst yfir stuðningi íslenska ríkisins við Juan Guaido sem gerir tilkall til forsetaembættisins. Í yfirlýsingu samtakanna sem stóðu að fundinum er fullum stuðningi lýst við fullveldi Venesúela og „baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætli að sölsa undir sig auðlindir landsins.“ „Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingunni. Einnig er stuðningur íslenskra stjórnvalda við Juan Guaido fordæmdur og segja samtökin um að ræða brot á alþjóðalögum sem kalli refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra.Sjá má yfirlýsingu fundarins í heild sinni hér að neðan„Vinir Venesúela lýsa yfir fullum stuðningi við fullveldi Venesúela og baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætla að sölsa undir sig auðlindir landsins.Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga.Nú hafa þeir útnefnt forseta, sem hefur reynt að kaupa þjóðina til stuðnings við sig með svokallaðri „neyðaraðstoð“ frá Bandaríkjunum. En drýgstur hluti af vanda Venesúela stafar af efnahagslegum hernaði gegn landinu, sem Bandaríkin hafa stýrt. Ef efnahagsþvingunum væri aflétt myndi það vega margfalt þyngra en mútuaðstoð Bandaríkjanna.Við fordæmum stuðning íslenskra stjórnvalda við íhlutun heimsvaldaríkjanna. Þetta er brot á alþjóðalögum og kallar refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra. Nú kallar „forsetinn,“ sem íslenskir ráðherrar hafa útnefnt fyrir Venesúela, eftir auknu ofbeldi til að ryðja úr vegi réttmætum stjórnvöldum í Venesúela. Ábyrgð á því ofbeldi, sem fylgja kann í kjölfarið leggst á alla, sem hafa lýst yfir stuðningi við valdaránstilraun hans.“
Bandaríkin Stj.mál Venesúela Tengdar fréttir Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00 Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05 Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00 Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15 Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00
Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05
Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00
Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15
Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01