Erlent

Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin

Kjartan Kjartansson skrifar
Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Maduro í Karakas í dag.
Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Maduro í Karakas í dag. Vísir/EPA
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði ætla að slíta stjórnmálatengsl við Bandaríkin í dag eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ríkisstjórn hans viðurkenndi nú leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu sem réttmætan forseta.

Juan Guaido, forseti venesúelska þingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lýsti sjálfan sig réttmætan forseta landsins í dag. Trump tilkynnti skömmu síðar að Bandaríkin viðurkenndu Guaido sem forseta.

Þegar Maduro ávarpaði stuðningsmenn sína í höfuðborginni Karakas í dag sagðist hann gefa bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Þúsundir manna hafa tekið þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Maduro sem hefur steypt Venesúela í efnahagskreppu í Karakas dag. Maduro náði endurkjöri í kosningum fyrr í þessum mánuði sem önnur ríki hafa dregið í efa að hafi farið heiðarlega fram.


Tengdar fréttir

Tveir forsetar

Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.