Erlent

Fagna ósættinu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, mótmælt.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, mótmælt. Nordicphotos/AFP
Einræðisstjórn Norður-Kóreu sem á afleitt samband við bæði Suður-Kóreu og Japan virðist ánægð með deilur ríkjanna tveggja. Fjallað var um mótmæli Suður-Kóreu gegn hertum reglum Japana um útflutning til Suður-Kóreu, í ríkisdagblaðinu Rodong Sinmun í gær.

Í blaðinu var einnig minnst á hitt stóra deilumálið á milli Japans og Suður-Kóreu um bætur til fjölskyldna Kóreumanna sem unnu nauðungarvinnu á meðan Japan hélt Kóreuskaganum á síðustu öld.

Skotið var á Bandaríkin í því samhengi og því haldið fram að Katsura-Taft-samningurinn, sem William Taft, þá varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Katsura Taro, forsætisráðherra Japans, gerðu 1905 hafi lagt drögin að hernáminu. Um bandarísk-japanskt samsæri gegn Kóreu hafi verið að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×