Fjölmargir Pólverjar lögðu leið sína í ráðhúsið í Gdansk í gær til þess að rita nafn sitt í samúðarbækur fyrir Pawel Adamowicz, borgarstjóra Gdansk, sem lést á sjúkrahúsi á mánudag eftir að hafa verið stunginn á góðgerðartónleikum á laugardagskvöld.
Pólska þjóðin er harmi slegin vegna málsins. Adamowicz var 53 ára gamall og hafði gegnt embætti borgarstjóra Gdansk í tuttugu og eitt ár ár. Hann var frjálslyndur og andvígur áherslu núverandi valdhafa í Póllandi á þjóðernishyggju.
Fjöldi minnist borgarstjóra

Tengdar fréttir

Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð
Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær.

Pólska samfélagið á Íslandi slegið yfir morðinu á borgarstjóra Gdansk: „Ég var orðlaus“
Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra.

Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk
Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall.