Þúsund hjúkrunarfræðingar fögnuðu 100 ára afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2019 15:31 Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands var viðstödd hátíðahöldin en hún er heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Móðir hennar, Sigríður Eiríksdóttir, var fyrsti íslenski formaður félagsins en hún tók við því hlutverki 1924. Fjórðungur félagsmanna, hátt í þúsund hjúkrunarfræðingur, í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga tók þátt í opnunarhátíð aldarafmælis félagsins á Hilton Nordica í gær. Bæði fjölmenntu hjúkrunarfræðingar, sem eru fjölmennasta heilbrigðisstétt landsins með rúmlega 4000 félaga, og fylgst var með í gegnum streymi. Greint er frá í tilkynningu frá félaginu. Formaður félagsins, Guðbjörg Pálsdóttir, flutti ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni. Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur tók lagið og nýstofnaður kór hjúkrunarfræðinga flutti nokkur lög við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar. Ari Bragi Kárason lék á trompet og Ari Eldjárn var með uppistand.Frá Hilton í gær.Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands var viðstödd hátíðahöldin en hún er heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Móðir hennar, Sigríður Eiríksdóttir, var fyrsti íslenski formaður félagsins en hún tók við því hlutverki 1924 og markaði mikilvæg spor í sögu hjúkrunar á Íslandi á sínum 36 ára ferli sem formaður. Í ávarpi formannsins kom meðal annars fram að hjúkrunarfræðingar hafi barist frá upphafi fyrir því að hjúkrunarmenntun væri í hæsta gæðaflokki hér á landi og benti á að í dag er hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga sem hafa lokið framhaldsmenntun hér á landi. Doktorsmenntaðir hjúkrunarfræðingar eru orðnir rúmlega 40 talsins og nú er boðið upp á doktorsnám við báðar hjúkrunarfræðideildir háskólanna. Þá eru yfir 100 sérfræðingar í hjúkrun á Íslandi.Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, ávarpar samkomuna.„Já, Ísland er því ríkt land að hafa möguleika á svo miklum mannauði við störf í heilbrigðiskerfinu og án efa einhver lönd sem vildu gjarnan vera í okkar sporum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Þá sagði formaðurinn hjúkrunarfræðinga horfa til framtíðar með bjartsýni. „Við stefnum fram á veginn og horfum til nýrrar hjúkrunaraldar með mikilli bjartsýni. Það er ljóst að þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er.“ Aldarafmælinu verður fagnað með fjölbreyttum viðburðum út árið. Hægt er að kynna sér þá heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Fjórðungur félagsmanna, hátt í þúsund hjúkrunarfræðingur, í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga tók þátt í opnunarhátíð aldarafmælis félagsins á Hilton Nordica í gær. Bæði fjölmenntu hjúkrunarfræðingar, sem eru fjölmennasta heilbrigðisstétt landsins með rúmlega 4000 félaga, og fylgst var með í gegnum streymi. Greint er frá í tilkynningu frá félaginu. Formaður félagsins, Guðbjörg Pálsdóttir, flutti ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni. Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur tók lagið og nýstofnaður kór hjúkrunarfræðinga flutti nokkur lög við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar. Ari Bragi Kárason lék á trompet og Ari Eldjárn var með uppistand.Frá Hilton í gær.Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands var viðstödd hátíðahöldin en hún er heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Móðir hennar, Sigríður Eiríksdóttir, var fyrsti íslenski formaður félagsins en hún tók við því hlutverki 1924 og markaði mikilvæg spor í sögu hjúkrunar á Íslandi á sínum 36 ára ferli sem formaður. Í ávarpi formannsins kom meðal annars fram að hjúkrunarfræðingar hafi barist frá upphafi fyrir því að hjúkrunarmenntun væri í hæsta gæðaflokki hér á landi og benti á að í dag er hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga sem hafa lokið framhaldsmenntun hér á landi. Doktorsmenntaðir hjúkrunarfræðingar eru orðnir rúmlega 40 talsins og nú er boðið upp á doktorsnám við báðar hjúkrunarfræðideildir háskólanna. Þá eru yfir 100 sérfræðingar í hjúkrun á Íslandi.Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, ávarpar samkomuna.„Já, Ísland er því ríkt land að hafa möguleika á svo miklum mannauði við störf í heilbrigðiskerfinu og án efa einhver lönd sem vildu gjarnan vera í okkar sporum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Þá sagði formaðurinn hjúkrunarfræðinga horfa til framtíðar með bjartsýni. „Við stefnum fram á veginn og horfum til nýrrar hjúkrunaraldar með mikilli bjartsýni. Það er ljóst að þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er.“ Aldarafmælinu verður fagnað með fjölbreyttum viðburðum út árið. Hægt er að kynna sér þá heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is
Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira