Rósa Björk á Evrópuráðsþinginu: Kynferðisleg áreitni faraldur sem þurfi að tækla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. apríl 2019 22:36 Rósa Björk hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær um alvarleika kynferðislegrar áreitni á þjóðþingum. Umfang vandans væri slíkt að hægt væri að tala um faraldur í því samhengi og því þyrfti að tækla vandann eins og um faraldur væri að ræða; hratt og örugglega. Tilefnið var rannsókn Evrópuráðs og Alþjóðaþingmannasambandinu á karlrembu, kynferðislegu ofbeldi og áreitni í þjóðþingum og byggir hún á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum. 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu fengið líflátshótanir eða hótanir um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir aðkasti á netinu. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins, er framsögumaður skýrslu sem byggði meðal annars á rannsókninni. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær þingsályktun og tilmæli Þórhildar Sunnu til aðildarríkja Evrópuráðsins. Í ræðu sinni tók Rósa Björk mið af sláandi niðurstöðum rannsóknarinnar og velti fyrir sér hver raunveruleg staða mála væri hjá konum í Evrópu í ljósi þess hve yfirgripsmikið vandamál karlremba og kynferðisleg áreitni í þjóðþingum væri gagnvart konum í stjórnmálum. Þær búi við mikil forréttindi; séu þjóðkjörnar, hafi völd og geti látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. „Hvernig eiga þær að stíga fram, opna sig um reynslu sína af kynferðislegri áreitni, stuðla að vitundarvakningu og tækla vandann ef við getum það ekki?“ spurði Rósa Björk og beindi orðum sínum til kollega sinna á Evrópuráðsþinginu. Hún sagði að það væri einmitt forréttindastaða þeirra á þinginu sem færði þeim tækifæri til að láta til sín taka í þessum málaflokki, setja skýr viðmið og senda kraftmikil skilaboð út í samfélagið um að kynferðisleg áreitni verði ekki liðin. Rósa Björk kallaði eftir trúverðugum aðgerðum til að bregðast við niðurstöðum rannsóknarinnar. Hún var mjög hlynnt þeim leiðum sem mælt var með í skýrslunni, eins og refsingu í samræmi við alvarleika brots og að setja á fót kvörtunarkerfi. Undir lok ræðu sinnar beindi Rósa Björk orðum sínum til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og fulltrúa Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, og sagði að það væri bæði óviðeigandi og óásættanlegt að hann talaði með þeim hætti sem hann gerði á Evrópuráðsþinginu í ljósi þess að karlrembutal hans um kvenkyns þingmann hefði náðst á upptöku. Bergþór sagði í jómfrúarræðu sinni á Evrópuráðsþinginu um skýrslu Þórhildar Sunnu að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar varðandi refsiaðgerðir gegn þingmönnum vegna brota á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri við því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggi á andstæðinga í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Alþingi Kynferðisofbeldi MeToo Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær um alvarleika kynferðislegrar áreitni á þjóðþingum. Umfang vandans væri slíkt að hægt væri að tala um faraldur í því samhengi og því þyrfti að tækla vandann eins og um faraldur væri að ræða; hratt og örugglega. Tilefnið var rannsókn Evrópuráðs og Alþjóðaþingmannasambandinu á karlrembu, kynferðislegu ofbeldi og áreitni í þjóðþingum og byggir hún á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum. 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu fengið líflátshótanir eða hótanir um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir aðkasti á netinu. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins, er framsögumaður skýrslu sem byggði meðal annars á rannsókninni. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær þingsályktun og tilmæli Þórhildar Sunnu til aðildarríkja Evrópuráðsins. Í ræðu sinni tók Rósa Björk mið af sláandi niðurstöðum rannsóknarinnar og velti fyrir sér hver raunveruleg staða mála væri hjá konum í Evrópu í ljósi þess hve yfirgripsmikið vandamál karlremba og kynferðisleg áreitni í þjóðþingum væri gagnvart konum í stjórnmálum. Þær búi við mikil forréttindi; séu þjóðkjörnar, hafi völd og geti látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. „Hvernig eiga þær að stíga fram, opna sig um reynslu sína af kynferðislegri áreitni, stuðla að vitundarvakningu og tækla vandann ef við getum það ekki?“ spurði Rósa Björk og beindi orðum sínum til kollega sinna á Evrópuráðsþinginu. Hún sagði að það væri einmitt forréttindastaða þeirra á þinginu sem færði þeim tækifæri til að láta til sín taka í þessum málaflokki, setja skýr viðmið og senda kraftmikil skilaboð út í samfélagið um að kynferðisleg áreitni verði ekki liðin. Rósa Björk kallaði eftir trúverðugum aðgerðum til að bregðast við niðurstöðum rannsóknarinnar. Hún var mjög hlynnt þeim leiðum sem mælt var með í skýrslunni, eins og refsingu í samræmi við alvarleika brots og að setja á fót kvörtunarkerfi. Undir lok ræðu sinnar beindi Rósa Björk orðum sínum til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og fulltrúa Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, og sagði að það væri bæði óviðeigandi og óásættanlegt að hann talaði með þeim hætti sem hann gerði á Evrópuráðsþinginu í ljósi þess að karlrembutal hans um kvenkyns þingmann hefði náðst á upptöku. Bergþór sagði í jómfrúarræðu sinni á Evrópuráðsþinginu um skýrslu Þórhildar Sunnu að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar varðandi refsiaðgerðir gegn þingmönnum vegna brota á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri við því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggi á andstæðinga í nafni pólitísks rétttrúnaðar.
Alþingi Kynferðisofbeldi MeToo Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39
Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00