Ingibjörg Þorbergs látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2019 22:37 Umslag utan af einni plötu Ingibjargar, Man ég þinn koss. Tónlistarkonan og brautryðjandinn Ingibjörg Þorbergs lést í dag á Hrafnistu í Reykjanesbæ, 92 ára að aldri. Ingibjörg var heiðursfélagi Félags tónskálda og textahöfunda og „manna duglegust að mæta á félagsfundi á meðan heilsan leyfði,“ eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Ingibjörg, sem hét fullu nafni, Ingibjörg Kristín Þorbergsdóttir, var fædd þann 25. október 1927. Ingibjörg var frumkvöðull á sviði laga- og textasmíðar en hún var fyrsta konan sem söng eigið lag inn á hljómplötu hér á landi. Ingibjörg útskrifaðist sem klarínettleikari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1952. Árið eftir komu fyrstu tvær plötur Ingibjargar út. Stóran hluta ævi sinnar starfaði Ingibjörg hjá Ríkisútvarpinu við dagskrárgerð og þáttastjórn. Hún stjórnaði meðal annars barnatíma sjónvarpsins, ásamt því að sjá um ýmsa viðtals- og tónlistarþætti. Ingibjörg var varadagskrárstjóri og dagskrárstjóri RÚV 1981-1985. Ingibjörg skilur eftir sig fjölda þekktra laga, til að mynda við Aravísur Stefáns Jónssonar. Á meðal þekktustu laga Ingibjargar er lag hennar við kvæðið Hin fyrstu jól, eftir Jóhannes úr Kötlum. Það var fyrsta íslenska jólalagið sem kom út á plötu, ef sálmar eru undanskildir. Ingibjörg var gift Guðmundi Jónssyni píanóleikara frá árinu 1976. Guðmundur lést árið 2010. Hann lét eftir sig fjögur börn úr fyrra hjónabandi. Andlát Reykjanesbær Tónlist Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Tónlistarkonan og brautryðjandinn Ingibjörg Þorbergs lést í dag á Hrafnistu í Reykjanesbæ, 92 ára að aldri. Ingibjörg var heiðursfélagi Félags tónskálda og textahöfunda og „manna duglegust að mæta á félagsfundi á meðan heilsan leyfði,“ eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Ingibjörg, sem hét fullu nafni, Ingibjörg Kristín Þorbergsdóttir, var fædd þann 25. október 1927. Ingibjörg var frumkvöðull á sviði laga- og textasmíðar en hún var fyrsta konan sem söng eigið lag inn á hljómplötu hér á landi. Ingibjörg útskrifaðist sem klarínettleikari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1952. Árið eftir komu fyrstu tvær plötur Ingibjargar út. Stóran hluta ævi sinnar starfaði Ingibjörg hjá Ríkisútvarpinu við dagskrárgerð og þáttastjórn. Hún stjórnaði meðal annars barnatíma sjónvarpsins, ásamt því að sjá um ýmsa viðtals- og tónlistarþætti. Ingibjörg var varadagskrárstjóri og dagskrárstjóri RÚV 1981-1985. Ingibjörg skilur eftir sig fjölda þekktra laga, til að mynda við Aravísur Stefáns Jónssonar. Á meðal þekktustu laga Ingibjargar er lag hennar við kvæðið Hin fyrstu jól, eftir Jóhannes úr Kötlum. Það var fyrsta íslenska jólalagið sem kom út á plötu, ef sálmar eru undanskildir. Ingibjörg var gift Guðmundi Jónssyni píanóleikara frá árinu 1976. Guðmundur lést árið 2010. Hann lét eftir sig fjögur börn úr fyrra hjónabandi.
Andlát Reykjanesbær Tónlist Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira