Meira myrkur vegna sparnaðar hjá Reykjavíkurborg Sighvatur Jónsson skrifar 13. janúar 2019 18:45 Hjá Reykjavíkurborg er verið að samhæfa lýsingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna er hafin við að endurnýja perur en á endanum verða eingöngu notaðar LED perur í ljósastaura. Verkið er tímafrekt. Áætlað er að það taki allt að fjögur ár að ljúka fyrsta áfanga, að endurnýja ljósastaura með kvikasilfurslýsingu. Þá er unnið að því að gera staurana tilbúna fyrir snjalltækni, þannig að þeir geti sem dæmi sent tilkynningar ef upp koma bilanir í þeim. Snjalltæknin getur dregið úr kostnaði við lýsingu með ýmsum hætti. Sumir nýjustu ljósastauranna eru búnir hreyfiskynjurum til að kveikja ljós eingöngu þegar þörf krefur.Borgin miðar enn við 20 lúx í stað 50 Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að vinna við svokallað ljósvistarskipulag fyrir Reykjavík sé langt komin. Hann segir að verið sé að ljúka við birtugreiningar í einstökum hverfum. Ársæll segir að nú þegar séu flest götuljós borgarinnar búin tölvubúnaði sem dregur úr lýsingu í sparnaðarskyni um allt að helming á næturna. Lúx er mælieining fyrir birtu. Eftir bankahrunið 2008 var birtuviðmið ljósastaura lækkað hjá mörgum sveitarfélögum, úr 50 lúx í 20. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað viðmiðið en ekki Reykjavíkurborg. Ársæll segir að á Norðurlöndum og víða í Evrópu sé miðað við 20 lúx varðandi lýsingar ljósastaura.Það virðist vera bjartara en ella þegar snjór liggur yfir því hann endurkastar birtu.Vísir/HannaSpara 200 klukkustundir á ári Ljósastaurar í Reykjavík loga á einu ári 200 klukkustundum skemur en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Orka náttúrunnar sér um götulýsingar fyrir Reykjavík og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Svanborg Hilmarsdóttir, rafmagnshönnuður hjá Orku náttúrunnar, segir að borgin sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki breytt birtuviðmiði aftur eftir hrun. Hún nefnir sem dæmi að Kópavogsbær hafi hækkað viðmið sitt í 50 lúx síðastliðið vor. Svanborg segir fólk hafa kvartað til Orku náttúrunnar vegna of lítillar lýsingar í Reykjavík. Hún bendir á að snjóleysi í vetur geti eitt og sér haft þau áhrif að fólki finnist vera dimmara en ella því snjórinn endurkastar birtu.Einn birtumælir í Reykjavík getur ruglað Eini birtumælirinn á höfuðborgarsvæðinu er við Orkuhúsið á Bæjarhálsi. Þetta getur haft þau áhrif að ljósastaurar á öðrum svæðum borgarinnar loga ekki, þrátt fyrir að þar sé minni birta en á Bæjarhálsi þar sem mælirinn er. Til skoðunar er að fjölga birtumælum í borginni. Þess má geta að hjá Orku náttúrunnar er hægt að auka götulýsingu handvirkt. Það er meðal annars gert ef talin er þörf á því í nágrenni við skóla á háannatíma þegar mest er myrkrið í skammdeginu. Borgarstjórn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg er verið að samhæfa lýsingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna er hafin við að endurnýja perur en á endanum verða eingöngu notaðar LED perur í ljósastaura. Verkið er tímafrekt. Áætlað er að það taki allt að fjögur ár að ljúka fyrsta áfanga, að endurnýja ljósastaura með kvikasilfurslýsingu. Þá er unnið að því að gera staurana tilbúna fyrir snjalltækni, þannig að þeir geti sem dæmi sent tilkynningar ef upp koma bilanir í þeim. Snjalltæknin getur dregið úr kostnaði við lýsingu með ýmsum hætti. Sumir nýjustu ljósastauranna eru búnir hreyfiskynjurum til að kveikja ljós eingöngu þegar þörf krefur.Borgin miðar enn við 20 lúx í stað 50 Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að vinna við svokallað ljósvistarskipulag fyrir Reykjavík sé langt komin. Hann segir að verið sé að ljúka við birtugreiningar í einstökum hverfum. Ársæll segir að nú þegar séu flest götuljós borgarinnar búin tölvubúnaði sem dregur úr lýsingu í sparnaðarskyni um allt að helming á næturna. Lúx er mælieining fyrir birtu. Eftir bankahrunið 2008 var birtuviðmið ljósastaura lækkað hjá mörgum sveitarfélögum, úr 50 lúx í 20. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað viðmiðið en ekki Reykjavíkurborg. Ársæll segir að á Norðurlöndum og víða í Evrópu sé miðað við 20 lúx varðandi lýsingar ljósastaura.Það virðist vera bjartara en ella þegar snjór liggur yfir því hann endurkastar birtu.Vísir/HannaSpara 200 klukkustundir á ári Ljósastaurar í Reykjavík loga á einu ári 200 klukkustundum skemur en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Orka náttúrunnar sér um götulýsingar fyrir Reykjavík og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Svanborg Hilmarsdóttir, rafmagnshönnuður hjá Orku náttúrunnar, segir að borgin sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki breytt birtuviðmiði aftur eftir hrun. Hún nefnir sem dæmi að Kópavogsbær hafi hækkað viðmið sitt í 50 lúx síðastliðið vor. Svanborg segir fólk hafa kvartað til Orku náttúrunnar vegna of lítillar lýsingar í Reykjavík. Hún bendir á að snjóleysi í vetur geti eitt og sér haft þau áhrif að fólki finnist vera dimmara en ella því snjórinn endurkastar birtu.Einn birtumælir í Reykjavík getur ruglað Eini birtumælirinn á höfuðborgarsvæðinu er við Orkuhúsið á Bæjarhálsi. Þetta getur haft þau áhrif að ljósastaurar á öðrum svæðum borgarinnar loga ekki, þrátt fyrir að þar sé minni birta en á Bæjarhálsi þar sem mælirinn er. Til skoðunar er að fjölga birtumælum í borginni. Þess má geta að hjá Orku náttúrunnar er hægt að auka götulýsingu handvirkt. Það er meðal annars gert ef talin er þörf á því í nágrenni við skóla á háannatíma þegar mest er myrkrið í skammdeginu.
Borgarstjórn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira