Sérsveit krónprinsins pyntaði og rændi stjórnarandstæðingum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2019 08:53 Salman krónprins var fyrst lýst sem umbótamanni þegar hann tók í reynd við stjórn Sádi-Arabíu árið 2017. Undir hans stjórn hafa stjórnarandstæðingar hins vegar verið handteknir, pyntaðir og jafnvel myrtir. Vísir/EPA Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabía, kom á fót leynilegri sérsveit til að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu í landinu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Meðlimir sérsveitarinnar eru sagðir hafa njósnað um sádiarabískt andófsfólk, rænt því og pyntað. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur vísbendingar um að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, í október í fyrra. Sádar hafa þvertekið fyrir það og fullyrða að sérsveitarmennirnir hafi sjálfir ákveðið að drepa Khashoggi. Þeir rétta nú yfir ellefu manns sem handteknir hafa verið vegna morðsins.New York Times segir nú að ári áður en Khashoggi var myrtur hafi Salman látið setja saman leynilega sveit manna sem fékk það hlutverk að þagga niður í andófsfólki. Blaðið vísar í bandaríska embættismenn sem hafa aðgang að leyniþjónustuskýrslum. Nokkrir af þeim sem myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans á ræðisskrifstofunni tóku þannig þátt í fjölda leynilegra aðgerða áður sem hófust þegar árið 2017. Þeir hafi meðal annars tekið þátt í að ræna Sádum sem voru búsettir í öðrum arabalöndum og flytja þá aftur heim. Þeir hafi haldið fólki föngnu og pyntað og misnotað fanga í höllum sem tilheyra krónprinsinum og Salman konungi, föður hans.Áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu Ekki liggur fyrir hvort að einhverjir í sérsveitinni hafi tekið þátt í aðgerðum Salman krónprins þegar hann læsti hundruð prinsa, kaupsýslumanna og fyrrverandi embættismanna inni í Ritz-Carlton hótelinu í Ríad og sakaði þá um spillingu árið 2017. Þeir sem þar var haldið urðu margir fyrir líkamlegu ofbeldi og vitni segja að einn hafi látist í haldi. Sádiarabísk stjórnvöld hafa neitað því að ofbeldi hafi verið beitt í aðgerðunum. Íslensk stjórnvöld eru á meðal fjölda ríkja sem hafa lýst áhyggjum af stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las þannig upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja í þarsíðustu viku þar sem Sádar voru hvattir til að sleppa baráttufólki fyrir mannréttindum sem þeir hafa í haldi, ekki síst kvennréttindakonum. Sádar voru einnig hvattir til að vinna með alþjóðlegum rannsakendum á dauða Khashoggi. New York Times segir að nokkrir úr teymi krónprinsins hafi tekið þátt í að handtaka og misþyrma fjölda kvennréttindakvenna síðasta vor og sumar. Konunum hafi í fyrstu verið haldið í höll við Rauðahafið. Þar hafi konunum verið haldið í herbergjum með skyggðum gluggum. Þær hafi reglulega verið yfirheyrðar og pyntaðar. Þannig hafi þær meðal annars verið barðar, þeim gefin rafstuð, þær beittar vatnspyntingum og þeim hótað nauðgun og dauða. Bandaríska leyniþjónustan telur að málvísindakona sem sérsveitin tók höndum hafi reynt að fyrirfara sér í fyrra eftir að hún var beitt andlegum pyntingum í haldi sádiarabískra yfirvalda. Þrátt fyrir álit og skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hampað Salman krónprins. Náið samband hefur verið á milli krónprinsins og Jareds Kushner, tengdasonar Trump og hans helsta ráðgjafa. Trump hefur því ítrekað gert lítið úr vísbendingum sem bendla Salman við morðið á Khashoggi. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabía, kom á fót leynilegri sérsveit til að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu í landinu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Meðlimir sérsveitarinnar eru sagðir hafa njósnað um sádiarabískt andófsfólk, rænt því og pyntað. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur vísbendingar um að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, í október í fyrra. Sádar hafa þvertekið fyrir það og fullyrða að sérsveitarmennirnir hafi sjálfir ákveðið að drepa Khashoggi. Þeir rétta nú yfir ellefu manns sem handteknir hafa verið vegna morðsins.New York Times segir nú að ári áður en Khashoggi var myrtur hafi Salman látið setja saman leynilega sveit manna sem fékk það hlutverk að þagga niður í andófsfólki. Blaðið vísar í bandaríska embættismenn sem hafa aðgang að leyniþjónustuskýrslum. Nokkrir af þeim sem myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans á ræðisskrifstofunni tóku þannig þátt í fjölda leynilegra aðgerða áður sem hófust þegar árið 2017. Þeir hafi meðal annars tekið þátt í að ræna Sádum sem voru búsettir í öðrum arabalöndum og flytja þá aftur heim. Þeir hafi haldið fólki föngnu og pyntað og misnotað fanga í höllum sem tilheyra krónprinsinum og Salman konungi, föður hans.Áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu Ekki liggur fyrir hvort að einhverjir í sérsveitinni hafi tekið þátt í aðgerðum Salman krónprins þegar hann læsti hundruð prinsa, kaupsýslumanna og fyrrverandi embættismanna inni í Ritz-Carlton hótelinu í Ríad og sakaði þá um spillingu árið 2017. Þeir sem þar var haldið urðu margir fyrir líkamlegu ofbeldi og vitni segja að einn hafi látist í haldi. Sádiarabísk stjórnvöld hafa neitað því að ofbeldi hafi verið beitt í aðgerðunum. Íslensk stjórnvöld eru á meðal fjölda ríkja sem hafa lýst áhyggjum af stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las þannig upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja í þarsíðustu viku þar sem Sádar voru hvattir til að sleppa baráttufólki fyrir mannréttindum sem þeir hafa í haldi, ekki síst kvennréttindakonum. Sádar voru einnig hvattir til að vinna með alþjóðlegum rannsakendum á dauða Khashoggi. New York Times segir að nokkrir úr teymi krónprinsins hafi tekið þátt í að handtaka og misþyrma fjölda kvennréttindakvenna síðasta vor og sumar. Konunum hafi í fyrstu verið haldið í höll við Rauðahafið. Þar hafi konunum verið haldið í herbergjum með skyggðum gluggum. Þær hafi reglulega verið yfirheyrðar og pyntaðar. Þannig hafi þær meðal annars verið barðar, þeim gefin rafstuð, þær beittar vatnspyntingum og þeim hótað nauðgun og dauða. Bandaríska leyniþjónustan telur að málvísindakona sem sérsveitin tók höndum hafi reynt að fyrirfara sér í fyrra eftir að hún var beitt andlegum pyntingum í haldi sádiarabískra yfirvalda. Þrátt fyrir álit og skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hampað Salman krónprins. Náið samband hefur verið á milli krónprinsins og Jareds Kushner, tengdasonar Trump og hans helsta ráðgjafa. Trump hefur því ítrekað gert lítið úr vísbendingum sem bendla Salman við morðið á Khashoggi.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira