Nýafstaðið tímabil í Pepsi Max-deild karla var gert upp í 200 mínútna lokaþætti Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport á laugardaginn.
Venju samkvæmt var nóg af skemmtilegum syrpum í lokaþættinum.
Meðal annars var farið yfir bestu markvörslur tímabilsins. Af nógu var að taka þar. Hörður Magnússon og sérfræðingar hans völdu svo vörslu ársins í Pepsi Max-deildinni.
Bestu markvörslur ársins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

