Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 20:00 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Vísir/Tryggvi Páll Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. Líkt og komið hefur fram í fréttum er lagt til í stefnumótandi áætlun sveitarfélaga til næstu fimmtán ára að fjöldi sveitarfélaga fækki og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að stilla lágmarksfjöldann við eitt þúsund íbúa markið, ekki síst hjá minni sveitarfélögum.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð búa um fjögur hundruð íbúar, flestir í þéttbýlinu Grenivík. Ólíklegt er því að sveitarfélagið nái upp fyrir þúsund íbúa markið á næstu sjö árum. Þar á bæ líst mönnum illa á tillögurnar. „Það er enginn rök fyrir þessari tölu, þessum þúsund íbúum,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Hræddur um að sameining jaðarsetji sveitarfélög Í tillögunum segir meðal annars að markmiðið með að hækka lögbundin lágmarksíbúafjölda sé að að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. „Þessi breyting að stækka sveitarfélögin upp í þúsund, hún leysir það ekki. Við höfum mikla sannfæringu fyrir því hér að ef við verðum sameinuð verðum við ævinlega jaðarsvæði og það kemur fram í undirgögnum þessarar tillögu og víða annarstaðar að jaðarsvæði eiga jafnan undir högg að sækja. Hér höfum við mikla sannfæringu fyrir því að þjónustan muni ekki batna, en mjög mikil hætta á að hún muni versna,“ segir Þröstur.Þið viljið fá að ráða ykkar málum sjálf frekar en að vera hluti af stærra sveitarfélagi þar sem þið hafið minna að segja um ykkar málefni? „Já, það er mjög hætt við því að smám saman muni fjara undan þjónustunni og þar með búsetunni.“Þannig geti þessi stefna haft slæm áhrif á byggðaþróun í landinu„Ef að það er undirliggjandi markmið að þétta byggð í landinu og auka landsvæði sem eru í eyði, þá er þessi þúsund íbúa tala vel til þess fallin. Það er mikil hætta á að slík þróun haldi áfram og verði hraðari en verið hefur,“ segir Þröstur og bætir við að að hreppurinn hafi komið fram athugaemdum á öllum stigum málsins, án árangurs.„Við höfum talið okkur gera það með rökum en það hefur ekkert verið hlustað á það. Grýtubakkahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31 Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. Líkt og komið hefur fram í fréttum er lagt til í stefnumótandi áætlun sveitarfélaga til næstu fimmtán ára að fjöldi sveitarfélaga fækki og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að stilla lágmarksfjöldann við eitt þúsund íbúa markið, ekki síst hjá minni sveitarfélögum.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð búa um fjögur hundruð íbúar, flestir í þéttbýlinu Grenivík. Ólíklegt er því að sveitarfélagið nái upp fyrir þúsund íbúa markið á næstu sjö árum. Þar á bæ líst mönnum illa á tillögurnar. „Það er enginn rök fyrir þessari tölu, þessum þúsund íbúum,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Hræddur um að sameining jaðarsetji sveitarfélög Í tillögunum segir meðal annars að markmiðið með að hækka lögbundin lágmarksíbúafjölda sé að að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. „Þessi breyting að stækka sveitarfélögin upp í þúsund, hún leysir það ekki. Við höfum mikla sannfæringu fyrir því hér að ef við verðum sameinuð verðum við ævinlega jaðarsvæði og það kemur fram í undirgögnum þessarar tillögu og víða annarstaðar að jaðarsvæði eiga jafnan undir högg að sækja. Hér höfum við mikla sannfæringu fyrir því að þjónustan muni ekki batna, en mjög mikil hætta á að hún muni versna,“ segir Þröstur.Þið viljið fá að ráða ykkar málum sjálf frekar en að vera hluti af stærra sveitarfélagi þar sem þið hafið minna að segja um ykkar málefni? „Já, það er mjög hætt við því að smám saman muni fjara undan þjónustunni og þar með búsetunni.“Þannig geti þessi stefna haft slæm áhrif á byggðaþróun í landinu„Ef að það er undirliggjandi markmið að þétta byggð í landinu og auka landsvæði sem eru í eyði, þá er þessi þúsund íbúa tala vel til þess fallin. Það er mikil hætta á að slík þróun haldi áfram og verði hraðari en verið hefur,“ segir Þröstur og bætir við að að hreppurinn hafi komið fram athugaemdum á öllum stigum málsins, án árangurs.„Við höfum talið okkur gera það með rökum en það hefur ekkert verið hlustað á það.
Grýtubakkahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31 Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30
„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00
Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31
Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04