Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 12:30 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir/Kolbeinn Tumi Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til næstu fimmtán ára var birt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, er sérfræðingur í málefnum sveitarfélaga. „Menn ætla sér að leggja upp með lagasetningu um lágmarksstærð sveitarfélaga. Mönnum hefur nú dottið það í hug áður en það hefur aldrei komið til þess að það væri lagt upp í slíka vegferð. Menn hafa hreinlega ekki talið vera stuðning við slíkt og það er auðvitað spurningamerkið í dag, hvort að það verði á endanum stuðningur við slíkt,” segir Grétar Þór.Sjá einnig: „Okkur hugnast engan veginn að miða við hausatölu”Tillagan komi þó ekki á óvart. Þúsund íbúamarkið hafi oft verið í umræðunni. “Það er alltaf með reglulegu millibili verið að tala um að það þurfi að klára þetta mál að sameina þá sérstaklega þessi minnstu og minni sveitarfélög sem eru meira og minna ekki nægilega sjálfbær,” segir Grétar. Þótt sú hugmynd sé ekki ný af nálinni er annað sem felst í tillögunum sem ekki hefur verið lagt til áður. „Annað í þessu sem að er kannski sem við höfum ekki séð áður er að það er gert ráð fyrir því að gera þetta í áföngum. Það er svolítið nýtt, það er að segja first að sameina sveitarfélög sem eru með færri en 250 íbúa og síðan taka annað skref einu kjörtímabili síðar." Breytingarnar geti haft jákvæð áhrif á eflingu sveitarstjórnarstigsins. „Þetta yrði heillaskref, hins vegar þá er nú ekki víst að allir muni nú kyngja því hljóðalaust að láta setja á sig lög um þetta, við eigum nú eftir að sjá það. Svo er náttúrlega alltaf spurning hvort að það sé fullur stuðningur við þetta inni á Alþingi,” segir Grétar Þór. „Það hefur ekki verið í gegnum tíðina og þess vegna hefur það ekki verið gert.” Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til næstu fimmtán ára var birt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, er sérfræðingur í málefnum sveitarfélaga. „Menn ætla sér að leggja upp með lagasetningu um lágmarksstærð sveitarfélaga. Mönnum hefur nú dottið það í hug áður en það hefur aldrei komið til þess að það væri lagt upp í slíka vegferð. Menn hafa hreinlega ekki talið vera stuðning við slíkt og það er auðvitað spurningamerkið í dag, hvort að það verði á endanum stuðningur við slíkt,” segir Grétar Þór.Sjá einnig: „Okkur hugnast engan veginn að miða við hausatölu”Tillagan komi þó ekki á óvart. Þúsund íbúamarkið hafi oft verið í umræðunni. “Það er alltaf með reglulegu millibili verið að tala um að það þurfi að klára þetta mál að sameina þá sérstaklega þessi minnstu og minni sveitarfélög sem eru meira og minna ekki nægilega sjálfbær,” segir Grétar. Þótt sú hugmynd sé ekki ný af nálinni er annað sem felst í tillögunum sem ekki hefur verið lagt til áður. „Annað í þessu sem að er kannski sem við höfum ekki séð áður er að það er gert ráð fyrir því að gera þetta í áföngum. Það er svolítið nýtt, það er að segja first að sameina sveitarfélög sem eru með færri en 250 íbúa og síðan taka annað skref einu kjörtímabili síðar." Breytingarnar geti haft jákvæð áhrif á eflingu sveitarstjórnarstigsins. „Þetta yrði heillaskref, hins vegar þá er nú ekki víst að allir muni nú kyngja því hljóðalaust að láta setja á sig lög um þetta, við eigum nú eftir að sjá það. Svo er náttúrlega alltaf spurning hvort að það sé fullur stuðningur við þetta inni á Alþingi,” segir Grétar Þór. „Það hefur ekki verið í gegnum tíðina og þess vegna hefur það ekki verið gert.”
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira