Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 23:18 Rannsókn á húsnæði Fossvogsskóla leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál og ráðist var í framkvæmdir í kjölfarið. Vísir/vilhelm Foreldrar barna í Fossvogsskóla eru afar óánægðir með vinnubrögð Reykjavíkurborgar vegna myglunnar sem kom upp í skólanum fyrr á þessu ári. Mikillar reiði gætti í foreldrahópnum á fundi í Fossvogsskóla í kvöld, einkum vegna ákvörðunar um að farga ekki bókum og húsgögnum úr skólanum heldur taka aftur í notkun. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu eftir að móðir nemanda í 1. bekk kallaði eftir úttekt. Barn hennar hafði þá glímt við veikindi eftir að hafa byrjað í skólanum. Rannsókn leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál og ráðist var í framkvæmdir í kjölfarið. Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið í tæka tíð áður en skólastarf hefst í næstu viku. Sá hluti skólans sem kallaður er Vesturland er þannig ekki tilbúinn en í pósti fráfarandi skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur, segir að verklok séu áætluð í lok nóvember. Skólastarf mun því fara fram í um 2/3-hluta skólans fyrst um sinn. Ætla ekki að senda börn sín aftur í skólann Foreldrar sem Vísir hefur rætt við og voru á fundinum í kvöld segja mikla vankanta á upplýsingaflæði frá borginni. Fátt hafi verið um svör á fundinum, þar sem foreldrar hafi jafnframt fyrst fengið að vita af því að enn væru rakaskemmdir í austurhlið skólans. Þeim upplýsingum hafi verið óskað eftir á fundi í Bústaðakirkju í byrjun júní og ítrekað kallað eftir þeim síðan. Þá beindist reiði foreldra á fundinum í kvöld einkum að því að munir úr skólanum, þ.e. stólar og bækur, hefði ekki verið fargað heldur fluttir aftur inn í bygginguna eftir hreinsun. Foreldrarnir fullyrða að forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og skólans hafi lofað því að það yrði ekki gert en myglugró geta fest sig í yfirborði pappírs og í svampi, líkt og finna má í sessum stólanna. Foreldrarnir sátu sjálfir á umræddum stólum á fundinum í kvöld og voru margir sýnilega óánægðir með ráðahaginn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sagði í viðtali við Mbl í mars að farið væri eftir leiðsögn sérfræðinga við frágang á hlutum úr skólanum. Hann benti þá á að ekki væri ráðlegt að taka bólstruð sæti og svamp með úr rýmum þar sem mygla hefur verið í, án hreinsunar eða útskiptingar. Um bækurnar sagði hann að þeim yrði annað hvort hent eða kannað hvort hægt yrði að hreinsa þær. Bókasafnið var við útvegg þar sem varð mikill leki. Þá herma heimildir Vísis að einhverjir foreldrar hafi ákveðið að senda börn sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins. Vísa þeir einkum til þess að komið hafi verið með bækurnar og stólana aftur inn í skólann, auk þess sem framkvæmdir við skólann hafi dregist þetta lengi. Þá hafi fulltrúar Reykjavíkurborgar ekki svarað nógu vel fyrir stöðu mála. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Hefja skólastarfið þótt ein álma sé enn lokuð Þrátt fyrir að vesturálma Fossvogsskóla sé ekki enn tilbúin til notkunar eftir endurbætur vegna mygluskemmda á að koma öllum nemendum fyrir í húsnæði skólans þegar kennsla hefst í næstu viku. 15. ágúst 2019 06:00 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Foreldrar barna í Fossvogsskóla eru afar óánægðir með vinnubrögð Reykjavíkurborgar vegna myglunnar sem kom upp í skólanum fyrr á þessu ári. Mikillar reiði gætti í foreldrahópnum á fundi í Fossvogsskóla í kvöld, einkum vegna ákvörðunar um að farga ekki bókum og húsgögnum úr skólanum heldur taka aftur í notkun. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu eftir að móðir nemanda í 1. bekk kallaði eftir úttekt. Barn hennar hafði þá glímt við veikindi eftir að hafa byrjað í skólanum. Rannsókn leiddi í ljós raka- og loftgæðavandamál og ráðist var í framkvæmdir í kjölfarið. Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið í tæka tíð áður en skólastarf hefst í næstu viku. Sá hluti skólans sem kallaður er Vesturland er þannig ekki tilbúinn en í pósti fráfarandi skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur, segir að verklok séu áætluð í lok nóvember. Skólastarf mun því fara fram í um 2/3-hluta skólans fyrst um sinn. Ætla ekki að senda börn sín aftur í skólann Foreldrar sem Vísir hefur rætt við og voru á fundinum í kvöld segja mikla vankanta á upplýsingaflæði frá borginni. Fátt hafi verið um svör á fundinum, þar sem foreldrar hafi jafnframt fyrst fengið að vita af því að enn væru rakaskemmdir í austurhlið skólans. Þeim upplýsingum hafi verið óskað eftir á fundi í Bústaðakirkju í byrjun júní og ítrekað kallað eftir þeim síðan. Þá beindist reiði foreldra á fundinum í kvöld einkum að því að munir úr skólanum, þ.e. stólar og bækur, hefði ekki verið fargað heldur fluttir aftur inn í bygginguna eftir hreinsun. Foreldrarnir fullyrða að forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og skólans hafi lofað því að það yrði ekki gert en myglugró geta fest sig í yfirborði pappírs og í svampi, líkt og finna má í sessum stólanna. Foreldrarnir sátu sjálfir á umræddum stólum á fundinum í kvöld og voru margir sýnilega óánægðir með ráðahaginn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sagði í viðtali við Mbl í mars að farið væri eftir leiðsögn sérfræðinga við frágang á hlutum úr skólanum. Hann benti þá á að ekki væri ráðlegt að taka bólstruð sæti og svamp með úr rýmum þar sem mygla hefur verið í, án hreinsunar eða útskiptingar. Um bækurnar sagði hann að þeim yrði annað hvort hent eða kannað hvort hægt yrði að hreinsa þær. Bókasafnið var við útvegg þar sem varð mikill leki. Þá herma heimildir Vísis að einhverjir foreldrar hafi ákveðið að senda börn sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins. Vísa þeir einkum til þess að komið hafi verið með bækurnar og stólana aftur inn í skólann, auk þess sem framkvæmdir við skólann hafi dregist þetta lengi. Þá hafi fulltrúar Reykjavíkurborgar ekki svarað nógu vel fyrir stöðu mála.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Hefja skólastarfið þótt ein álma sé enn lokuð Þrátt fyrir að vesturálma Fossvogsskóla sé ekki enn tilbúin til notkunar eftir endurbætur vegna mygluskemmda á að koma öllum nemendum fyrir í húsnæði skólans þegar kennsla hefst í næstu viku. 15. ágúst 2019 06:00 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15
Hefja skólastarfið þótt ein álma sé enn lokuð Þrátt fyrir að vesturálma Fossvogsskóla sé ekki enn tilbúin til notkunar eftir endurbætur vegna mygluskemmda á að koma öllum nemendum fyrir í húsnæði skólans þegar kennsla hefst í næstu viku. 15. ágúst 2019 06:00
Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38