Innlent

Hefja skólastarfið þótt ein álma sé enn lokuð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Unnið hefur verið að endurbótum Fossvogskóla í sumar.
Unnið hefur verið að endurbótum Fossvogskóla í sumar. Fréttablaðið/Ernir

Þrátt fyrir að vesturálma Fossvogsskóla sé ekki enn tilbúin til notkunar eftir endurbætur vegna mygluskemmda á að koma öllum nemendum fyrir í húsnæði skólans þegar kennsla hefst í næstu viku.

Foreldrar nemendanna hafa verið boðaðir á fund í Fossvogsskóla síðdegis í dag. Í fundarboðinu er sagt frá því að með breytingum á bókasafni skólans nýtist húsnæði betur.

„Sú aðgerð ásamt endurskipulagningu á nýtingu rýma í Austur- og Meginlandi, meðan á aðgerðum stendur í Vesturlandi, gerir okkur kleift að koma öllum nemendum fyrir þótt þessar breytingar þrengi vissulega að skólastarfinu um nokkurn tíma,“ segir í bréfi fráfarandi skólastjóra til foreldranna.

Þar segir að verklok innan húss og utan í miðálmu og austurálmu séu áætluð í dag. Það mun hins vegar ekki nást samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Viðgerðum á vesturálmu, sögun á veggjum í matsal og lóðafrágangi verði svo ekki lokið fyrir en í nóvember.


Tengdar fréttir

Fram­kvæmdum ó­lokið í Foss­vogs­skóla: Öllum bekkjum komið fyrir í hús­næðinu

Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu.

Ástand allra skólanna í borginni verði metið

Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar.

Ekki forsvaranlegt að loka börn inni í menguðu húsnæði

Samdráttur í útgjöldum til viðhalds eftir hrun hefur leitt til mygluvandamála í skólum.  Sveppafræðingur segir ekki forsvaranlegt að loka börn inni í húsnæði sem mengað er af myglu. Fyrrverandi starfsmaður Breiðholtsskóla segist hafa fundið fyrir alvarlegum einkennum sem læknir rakti til myglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.