„Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 23:47 Gargiulo var í dag sakfelldur fyrir morðin á þeim Ashley Ellerin og Mariu Bruno. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða Michelle Murphy. Hann er auk þess ákærður fyrir morðið á fjórðu konunni, Triciu Pacaccio. Vísir/getty Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið „Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum. Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher bar vitni í málinu gegn Gargiuoli en hann bauð annarri konunni á stefnumót daginn áður en hún fannst látin Gargiulo var einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða þriðju konuna. Hann beitti hnífi við allar árásirnar þrjár en brotin voru framin á sjö ára tímabili, hið fyrsta árið 2001 og síðasta árið 2008.Sjá einnig: Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Dómstóll í Los Angeles mun nú leggja mat á það hvort Gargiulo hafi verið heill á geði þegar hann réðst á konurnar. Réttarhöld þess efnis hefjast á þriðjudag í næstu viku.Gargiulo í dómsal í maí.Vísir/gettyMál Gargiulos vakti einkum athygli fyrir þær sakir að Ashton Kutcher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men og That 70‘s Show, bar vitni í málinu í maí. Þar lýsti hann því að hann hefði boðið Ashley Ellerin, 22 ára nema í fatahönnun, á stefnumót árið 2001. Skömmu síðar hugðist hann sækja hana á heimili hennar í Hollywood og sá að öll ljós voru kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann rauðar slettur á gólfinu en gerði ráð fyrir að um væri að ræða rauðvínsbletti. Meðleigjandi Ellerin kom að henni látinni morguninn eftir. Hún hafði verið stungin 47 sinnum, að sögn saksóknara. Kutcher sagði fyrir rétti að hann hefði verið við það að tapa sér þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin. Hann hafi vitað að fingraför hans væru á útidyrahurð heimilis hennar.Ashton Kutcher sést hér bera vitni gegn Gargiulo.Vísir/gettyÞá var Gargiulo einnig fundinn sekur um að hafa stungið nágrannakonu sína, hina 32 ára Mariu Bruno, til bana. Hann réðst á hana þar sem hún svaf í rúmi sínu. Þriðja fórnarlambið, Michelle Murphy, var einnig nágrannakona Gargiulos þegar hann reyndi að myrða hana árið 2008. Hún lifði árásina af. Erfðaefni Gargiulos á vettvangi árásarinnar kom lögreglu á sporið. Þá hefur Gargiulo verið boðaður fyrir rétt í Illinois þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt átján ára stúlku í Chicago árið 1993. Bandaríkin Tengdar fréttir Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Sjá meira
Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið „Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum. Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher bar vitni í málinu gegn Gargiuoli en hann bauð annarri konunni á stefnumót daginn áður en hún fannst látin Gargiulo var einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða þriðju konuna. Hann beitti hnífi við allar árásirnar þrjár en brotin voru framin á sjö ára tímabili, hið fyrsta árið 2001 og síðasta árið 2008.Sjá einnig: Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Dómstóll í Los Angeles mun nú leggja mat á það hvort Gargiulo hafi verið heill á geði þegar hann réðst á konurnar. Réttarhöld þess efnis hefjast á þriðjudag í næstu viku.Gargiulo í dómsal í maí.Vísir/gettyMál Gargiulos vakti einkum athygli fyrir þær sakir að Ashton Kutcher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men og That 70‘s Show, bar vitni í málinu í maí. Þar lýsti hann því að hann hefði boðið Ashley Ellerin, 22 ára nema í fatahönnun, á stefnumót árið 2001. Skömmu síðar hugðist hann sækja hana á heimili hennar í Hollywood og sá að öll ljós voru kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann rauðar slettur á gólfinu en gerði ráð fyrir að um væri að ræða rauðvínsbletti. Meðleigjandi Ellerin kom að henni látinni morguninn eftir. Hún hafði verið stungin 47 sinnum, að sögn saksóknara. Kutcher sagði fyrir rétti að hann hefði verið við það að tapa sér þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin. Hann hafi vitað að fingraför hans væru á útidyrahurð heimilis hennar.Ashton Kutcher sést hér bera vitni gegn Gargiulo.Vísir/gettyÞá var Gargiulo einnig fundinn sekur um að hafa stungið nágrannakonu sína, hina 32 ára Mariu Bruno, til bana. Hann réðst á hana þar sem hún svaf í rúmi sínu. Þriðja fórnarlambið, Michelle Murphy, var einnig nágrannakona Gargiulos þegar hann reyndi að myrða hana árið 2008. Hún lifði árásina af. Erfðaefni Gargiulos á vettvangi árásarinnar kom lögreglu á sporið. Þá hefur Gargiulo verið boðaður fyrir rétt í Illinois þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt átján ára stúlku í Chicago árið 1993.
Bandaríkin Tengdar fréttir Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Sjá meira
Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32