Áskoranirnar snúa fyrst og fremst að heilbrigðari lífstíl Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2019 08:00 Reykjanesbær er annað sveitarfélagið á landinu til þess að ráða lýðheilsufræðing. Áskoranirnar snúa fyrst og fremst að heilbrigðari lífstíl. Reykjanesbær, ásamt Kópavogi og Árborg, tekur þátt í verkefni sem kallast Framfaravogin. Þar er mælikvarði notaður til að meta hæfni samfélags til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að lífsgæðum og skapa tækifæri til betra lífs. Nú nýlega voru niðurstöður ársins kynntar og kom þar fram að helstu áskoranir Reykjanesbæjar snúa að heilbrigðum lífstíl. Gosdrykkja er fullmikil, grænmetis- og ávaxtaneysla barna of lítil, líkamleg heilsa ekki nógu góð og tíðni hreyfingar lítil. Þessar niðurstöður ríma við umfjöllun Kompáss í haust þar sem kom fram að offita barna og unglinga sé með því mesta á Suðurnesjum. Þessar áskoranir verða meðal verkefna nýráðins lýðheilsufræðings bæjarins en Reykjanesbær og Kópavogur eru einu sveitarfélögin með slíka stöðu. „Lýðheilsa tekur þvert á samfélagið. Það er ekki einingis bara að hlúa að mataræði heldur er þetta að auka aðgengi einstaklinga að samfélaginu svo það geti búið sem heilsusamlegasta lífinu fyrir sig og sitt fólk. Þannig að þetta snýst ekki bara um mataræði og hreyfingu heldur líka græn svæði, aðgengi að vöru, þjónustu og að byggja gott stuðningsnet í kringum fólk,“ segir Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur hjá Reykjanesbæ. Guðrún segir ekki síst helstu áskoranirnar að virkja alla bæjarbúa. „Reykjanesbær er flókið bæjarfélag. 25% bæjarbúa er með erlent ríkisfang. Hvernig getum við náð til þeirra og tryggt að þeir séu hluti af samfélaginu? Þannig að það myndi ég segja að það væri ákveðin áskorun.“ Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Reykjanesbær er annað sveitarfélagið á landinu til þess að ráða lýðheilsufræðing. Áskoranirnar snúa fyrst og fremst að heilbrigðari lífstíl. Reykjanesbær, ásamt Kópavogi og Árborg, tekur þátt í verkefni sem kallast Framfaravogin. Þar er mælikvarði notaður til að meta hæfni samfélags til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að lífsgæðum og skapa tækifæri til betra lífs. Nú nýlega voru niðurstöður ársins kynntar og kom þar fram að helstu áskoranir Reykjanesbæjar snúa að heilbrigðum lífstíl. Gosdrykkja er fullmikil, grænmetis- og ávaxtaneysla barna of lítil, líkamleg heilsa ekki nógu góð og tíðni hreyfingar lítil. Þessar niðurstöður ríma við umfjöllun Kompáss í haust þar sem kom fram að offita barna og unglinga sé með því mesta á Suðurnesjum. Þessar áskoranir verða meðal verkefna nýráðins lýðheilsufræðings bæjarins en Reykjanesbær og Kópavogur eru einu sveitarfélögin með slíka stöðu. „Lýðheilsa tekur þvert á samfélagið. Það er ekki einingis bara að hlúa að mataræði heldur er þetta að auka aðgengi einstaklinga að samfélaginu svo það geti búið sem heilsusamlegasta lífinu fyrir sig og sitt fólk. Þannig að þetta snýst ekki bara um mataræði og hreyfingu heldur líka græn svæði, aðgengi að vöru, þjónustu og að byggja gott stuðningsnet í kringum fólk,“ segir Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur hjá Reykjanesbæ. Guðrún segir ekki síst helstu áskoranirnar að virkja alla bæjarbúa. „Reykjanesbær er flókið bæjarfélag. 25% bæjarbúa er með erlent ríkisfang. Hvernig getum við náð til þeirra og tryggt að þeir séu hluti af samfélaginu? Þannig að það myndi ég segja að það væri ákveðin áskorun.“
Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira