Ný­liðarnir stigi frá Meistara­deildar­sæti, Wol­ves aftur á sigur­braut og annar sigur Burnl­ey í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sheffield United er spútniklið vetrarins.
Sheffield United er spútniklið vetrarins. vísir/getty

Jóhann Berg Guðmundsson var áfram á meiðslalistanum hjá Burnley er liðið vann 1-0 sigur á Bournemouth útivelli.

Fyrsta og eina mark leiksins gerði Jay Rodriguez á 89. mínútu en Burnley fór upp í tíunda sætið með sigrinum. Bournemouth er hins vegar í 14. sætinu.

Gott gengi Wolves heldur áfram en í dag vann liðið 2-1 sigur á Norwich á útivelli. Todd Cantwell kom Norwich yfir en sitthvort markið í síðari hálfleik frá Romain Saiss og Raul Jimenez tryggðu Wolves sigur.







Wolves er í 6. sæti deildarinar með 27 stig en liðið er einungis tveimur stigum frá Chelsea sem er í fjórða sætinu. Norwich er hins vegar á botninum með níu stig eftir sautján leiki.

Nýliðar Sheffield United eru í 5. sæti deildarinnar eftir 1-0 sigur á Brighton á útivelli. Sigurmarkið skoraði fyrrum samherij Gylfa Sigurðssonar hjá Swansea, Oliver McBurnie, en markið kom í fyrri hálfleik.





Sheffield eins og áður segir í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Chelsea í fjórða sætinu, en Brighton er í 13. sætinu með 20 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira