Erlent

Marrero útnefndur fyrsti forsætisráðherra Kúbu frá 1976

Andri Eysteinsson skrifar
Marrero faðmar Diaz-Canel að sér eftir útnefninguna.
Marrero faðmar Diaz-Canel að sér eftir útnefninguna. AP/Ramon Espinosa

Forseti eyríkisins Kúbu, Miguel Diaz-Canel, hefur útnefnt ferðamálaráðherra ríkisins, Manuel Marrero Cruz sem næsta forsætisráðherra landsins. Er því embættið endurvakið en ekki hefur verið skipaður forsætisráðherra frá því að Fídel Castro lagði embættið niður 1976.

BBC greinir frá því að með nýjum stjórnskipunarreglum sem tóku gildi á Kúbu í ár hafi verið gert ráð fyrir embætti forsætisráðherra í ríkisstjórn landsins. Mun hluti af þeim skyldum sem hvíla á herðum forsetans falla til nýskipaðs forsætisráðherra.

Diaz-Canel sem tók við embætti forseta af Raúl Castro árið 2018 hrósaði Marrero og sagði hann heiðarlegan, iðjusaman og hliðhollan Kommúnistaflokknum sem fer með stjórn á Kúbu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.