Enski boltinn

Aguero valinn leikmaður áratugarins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sergio Aguero varð Englandsmeistari með Manchester City í vor
Sergio Aguero varð Englandsmeistari með Manchester City í vor vísir/getty

Sergio Aguero, framherji Manchester City, er leikmaður áratugarins í ensku úrvalsdeildinni að mati lesenda BBC Sport.

BBC hélt á dögunum úti kosningu þar sem lesendur gátu valið úrvalslið áratugarins í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikmaður sem var valinn af flestum var argentínski framherjinn og hann því leikmaður áratugarins.

Aguero hefur verið hjá City síðan 2011 og því spilað með liðinu nær allan áratuginn. Hann á að baki 353 leiki með liðinu í öllum keppnum þar sem hann hefur gert 244 mörk.

Hann hefur fjórum sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu og einu sinni bikarmeistari.

Annar vinsælasti leikmaðurinn var James Milner og í þriðja sæti Jamie Vardy hjá Leicester.

Aguero vann kosninguna nokkuð örugglega en hann var valinn af 26 prósent lesenda. Milner var með 12 prósent og Vardy 11.

Aðeins leikmenn sem höfðu spilað fjögur eða fleirri tímabil síðustu tíu árin voru gjaldgengir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.