Föstur geta haft jákvæð áhrif á heilsuna Sylvía Hall skrifar 26. desember 2019 13:15 Margir takmarka neyslu matar við ákveðna tíma dagsins. Vísir/Getty Föstur hafa tröllriðið landanum undanfarin ár og virðast margir láta reyna á það að sleppa því að innbyrða mat á ákveðnum tímum sólarhringsins eða minnka það verulega á ákveðnum dögum. Ný rannsókn bendir til þess að það sé skynsamlegt fyrir heilsuna.CNN greinir frá því niðurstöður rannsókna The New England Journal og Medicine benda til þess að föstur geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Meðal þeirra kosta sem fylgir föstum er lægri blóðþrýstingur, léttari líkami og langlífi. Höfundur aðalrannsóknarinnar er Mark Mattson, prófessor í taugavísindum við John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknin mun vera notuð til þess að skýra betur áhrif fasta á líkamann og mögulega gera læknum kleift að „skrifa upp á föstur“ til þess að koma veg fyrir heilsufarsvandamál á við offitu, sykursýki, krabbamein og leitt til lægri blóðþrýstings. Getur leitt til verri matarvenja Í rannsókninni eru tvær föstur einna helst skoðaðar: Tímabundnar föstur sem ganga út á það að borða í aðeins sex til átta klukkustundir á dag annars vegar og hins vegar föstur sem ganga út á að innbyrða aðeins um fimm hundruð kaloríur á dag. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að föstur séu skynsamlegar eru ekki nægilega margar rannsóknir um langtímaáhrif þeirra. Sú rannsókn sem framkvæmd var einblíndi á yngra fólk og fólk á miðjum aldri í ofþyngd. Höfundar rannsóknanna vilja því stíga varlega til jarðar við að heimfæra öll þau jákvæðu áhrif sem hafa komið fram yfir á aðra hópa. Þá er einnig ókostur að mörgum þykir erfitt að fasta. Flestir eru fastir í mynstri sem felur í sér þrjár máltíðir á dag með millimálum og sýndi það sig best í þeirri staðreynd að 40% þátttakenda í rannsókninni hættu. Það sé í mannlegu eðli að vilja verðlauna sig eftir erfiðisvinnu og því einnig hætta á að fólk þrói með sér óheilbrigðar matarvenjur þegar hinn svokallaði matargluggi er opinn. Heilsa Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Föstur hafa tröllriðið landanum undanfarin ár og virðast margir láta reyna á það að sleppa því að innbyrða mat á ákveðnum tímum sólarhringsins eða minnka það verulega á ákveðnum dögum. Ný rannsókn bendir til þess að það sé skynsamlegt fyrir heilsuna.CNN greinir frá því niðurstöður rannsókna The New England Journal og Medicine benda til þess að föstur geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Meðal þeirra kosta sem fylgir föstum er lægri blóðþrýstingur, léttari líkami og langlífi. Höfundur aðalrannsóknarinnar er Mark Mattson, prófessor í taugavísindum við John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknin mun vera notuð til þess að skýra betur áhrif fasta á líkamann og mögulega gera læknum kleift að „skrifa upp á föstur“ til þess að koma veg fyrir heilsufarsvandamál á við offitu, sykursýki, krabbamein og leitt til lægri blóðþrýstings. Getur leitt til verri matarvenja Í rannsókninni eru tvær föstur einna helst skoðaðar: Tímabundnar föstur sem ganga út á það að borða í aðeins sex til átta klukkustundir á dag annars vegar og hins vegar föstur sem ganga út á að innbyrða aðeins um fimm hundruð kaloríur á dag. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að föstur séu skynsamlegar eru ekki nægilega margar rannsóknir um langtímaáhrif þeirra. Sú rannsókn sem framkvæmd var einblíndi á yngra fólk og fólk á miðjum aldri í ofþyngd. Höfundar rannsóknanna vilja því stíga varlega til jarðar við að heimfæra öll þau jákvæðu áhrif sem hafa komið fram yfir á aðra hópa. Þá er einnig ókostur að mörgum þykir erfitt að fasta. Flestir eru fastir í mynstri sem felur í sér þrjár máltíðir á dag með millimálum og sýndi það sig best í þeirri staðreynd að 40% þátttakenda í rannsókninni hættu. Það sé í mannlegu eðli að vilja verðlauna sig eftir erfiðisvinnu og því einnig hætta á að fólk þrói með sér óheilbrigðar matarvenjur þegar hinn svokallaði matargluggi er opinn.
Heilsa Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira