Guðni ratar á lista yfir bestu matardeilur áratugarins Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2019 10:22 Guðni Th. Jóhannesson vill ekki sjá ananas á pítsum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og skoðun hans um hæfi ananass sem álegg á pítsu ratar á lista bandaríska blaðsins Huffington Post yfir 25 bestu matardeilur áratugarins á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að athugasemd Guðna um að hann væri helst til í að banna ananas á pítsur hafi óvænt orðið eitt af hitamálum ársins 2017. Guðni kom þessari skoðun sinni á framfæri í heimsókn hans í Menntaskólann á Akureyri í febrúar 2017. Málið vatt heldur betur upp á sig þar sem Guðni sá sig knúinn til að útskýra í samtali við erlenda fjölmiðla að forseti Íslands færi ekki með löggjafarvald og þar fram eftir götunum. Í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið sagði hann hefði „gengið skrefi of langt“ í umræðum um ananas á pítsur. Á tíunda sæti lista Huffington Post er rifjuð upp deilurnar um hæfi ananass sem pítsuálegg. pineapple on pizza gonna be the most debated topic of 2017— Vincent (@itsVincent_) March 4, 2017 Deilan var sérstaklega mikið til umræðu í Kanada þar sem heimamenn vilja meina að hugmyndin um að setja ananas á pítsur hafi verið fædd í Kanada. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tjáði sig meðal annars um málið á sínum tíma þar sem hann lýsti því yfir að hann væri harður stuðningsmaður ananass sem áleggs á pítsu. I have a pineapple. I have a pizza. And I stand behind this delicious Southwestern Ontario creation. #TeamPineapple@Canada— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) February 24, 2017 Á lista Huffington Post eru meðal annars rifjaðar upp deilur um hvort að fólk hafi raunverulega borðað pítsu ef það skilur skorpuna eftir, hvort að klaki eigi heima í morgunkornsskálinni, hvort baunir eigi heima í lárperumauki (guacamole), hvort geyma eigi smjör og tómatsósu í ísskáp og hvar ostsneiðin eigi heima þegar ostborgarinn er gerður.Sjá má lista Huffington Post í heild sinni hér. Ananas á pítsu Forseti Íslands Matur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41 Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59 Guðni rifjar upp stóra ananas-málið: „Ég gekk skrefi of langt“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann hafi gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas sem álegg á pítsur. Forsetinn rifjaði upp málið, sem vakti heimsathygli, í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið. 15. nóvember 2018 11:15 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og skoðun hans um hæfi ananass sem álegg á pítsu ratar á lista bandaríska blaðsins Huffington Post yfir 25 bestu matardeilur áratugarins á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að athugasemd Guðna um að hann væri helst til í að banna ananas á pítsur hafi óvænt orðið eitt af hitamálum ársins 2017. Guðni kom þessari skoðun sinni á framfæri í heimsókn hans í Menntaskólann á Akureyri í febrúar 2017. Málið vatt heldur betur upp á sig þar sem Guðni sá sig knúinn til að útskýra í samtali við erlenda fjölmiðla að forseti Íslands færi ekki með löggjafarvald og þar fram eftir götunum. Í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið sagði hann hefði „gengið skrefi of langt“ í umræðum um ananas á pítsur. Á tíunda sæti lista Huffington Post er rifjuð upp deilurnar um hæfi ananass sem pítsuálegg. pineapple on pizza gonna be the most debated topic of 2017— Vincent (@itsVincent_) March 4, 2017 Deilan var sérstaklega mikið til umræðu í Kanada þar sem heimamenn vilja meina að hugmyndin um að setja ananas á pítsur hafi verið fædd í Kanada. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tjáði sig meðal annars um málið á sínum tíma þar sem hann lýsti því yfir að hann væri harður stuðningsmaður ananass sem áleggs á pítsu. I have a pineapple. I have a pizza. And I stand behind this delicious Southwestern Ontario creation. #TeamPineapple@Canada— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) February 24, 2017 Á lista Huffington Post eru meðal annars rifjaðar upp deilur um hvort að fólk hafi raunverulega borðað pítsu ef það skilur skorpuna eftir, hvort að klaki eigi heima í morgunkornsskálinni, hvort baunir eigi heima í lárperumauki (guacamole), hvort geyma eigi smjör og tómatsósu í ísskáp og hvar ostsneiðin eigi heima þegar ostborgarinn er gerður.Sjá má lista Huffington Post í heild sinni hér.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Matur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41 Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59 Guðni rifjar upp stóra ananas-málið: „Ég gekk skrefi of langt“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann hafi gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas sem álegg á pítsur. Forsetinn rifjaði upp málið, sem vakti heimsathygli, í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið. 15. nóvember 2018 11:15 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41
Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59
Guðni rifjar upp stóra ananas-málið: „Ég gekk skrefi of langt“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann hafi gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas sem álegg á pítsur. Forsetinn rifjaði upp málið, sem vakti heimsathygli, í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið. 15. nóvember 2018 11:15
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20