Lífið

Guðni myndi banna ananas á pizzur

Birgir Olgeirsson skrifar
Forseti Íslands vill ekki sjá ananas á pizzur.
Forseti Íslands vill ekki sjá ananas á pizzur. Vísir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, varpaði bombu inn í stóra „ananas-á-pizzur-málið“ í Menntaskólanum á Akureyri í dag. Guðni hafði þegið boð nemendafélags skólans um að kíkja í heimsókn og spjalla við nemendur.

Hann leit við í sögutíma og fékk kaffibolla á kennarastofunni og kynnisferð um skólann. Loks hélt hann erindi á sal skólans þar sem hann rifjaði upp sögu Menntaskólans á Akureyri og sagði skemmtilegar sögur af gömlum nemendum skólans sem hann þekkir vel.

Að lokum var opnað fyrir spurningar sem voru í léttari kantinum og þannig í takt við erindið sem Guðni hélt.

Hann var til dæmis spurður hvar hann fékk þessa sokka sem hann var í og greindi frá því að hann héldi með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hann var því næst spurður hver afstaða hans væri til ananas á pizzur og stóð ekki á svari, Guðni sagðist vera alfarið á móti ananas á pizzur og bætti við að gæti hann sett lög um það myndi hann banna ananas á flatbökur.

Ljóst er að um hitamál er að ræða og því spyr Vísir í meðfylgjandi könnun hvort ananas eigi heima á pizzum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.