Björgunarsveitarmaður fýkur þvert yfir Suðurstrandarveg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:49 Björgunarsveitarmaðurinn fýkur yfir Suðurstrandarveg. facebook/skjáskot Erfiðar aðstæður hafa verið á Suðurnesjum síðustu klukkustundir en mikill veðurofsi er í Keflavík og Grindavík. Þó er eitthvað búið að lægja og hefur útköllum fækkað aðeins. Þá er mikið fok í Keflavík og er búið að loka fyrir alla umferð við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík. Mikið er um lausa muni sem fjúka og geta þeir valdið miklum skemmdum á ökutækjum og slasað fólk verði það fyrir fjúkandi munum. „Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík í samtali við fréttastofu Vísis en hann náði merkilegu myndbandi af björgunarsveitarmanni fjúka þvert yfir Suðurstrandarveg þegar björgunaraðgerðir stóðu þar yfir. Koma þurfti tveimur bílum til aðstoðar þar sem fólkið þurfti að stöðva bílana á veginum og treysti sér ekki til að halda lengra vegna veðurofsa. Varla sást fram fyrir bílana vegna éljagangs og segir Otti að stikur hafi ekki sést við vegi fyrr en komið var alveg upp að þeim. Einn mannanna sem var fastur í öðrum bílnum á Suðurstrandavegi hafði beðið þar í þrjá til fjóra klukkutíma áður en hann hafi ákveðið að hringja og biðja um aðstoð. Þá hafi þeim hætt að lítast á blikuna. Þá segir hann að björgunarsveitarmanninum sem sést á myndbandinu hafi ekki orðið meint af fokinu, hann hafi náð að stoppa þegar hann var rétt kominn úr mynd. Hann hafi þó orðið skelkaður enda hafði hann ekki búist við því að takast á loft. Otti segir að aðgerðir björgunarsveitarinnar hafi gegnið vel í kvöld og sveitin hafi náð að halda í við verkefnin hingað til. Bæði hafi verkefnin falist í óveðursaðstoð, þar sem björgunarsveit er kölluð til m.a. vegna brotinna rúða eða fjúkandi þakplatna og svo björgunaraðgerðir líkt og á Suðurstrandavegi. Hann segir þó ekki marga hafa verið á vappi, hvorki inni í bænum né á utanbæjarvegum. Þó hafi verkefnin verið mörg en engin slys hafi orðið á fólki.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Björgunarsveitir Grindavík Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Erfiðar aðstæður hafa verið á Suðurnesjum síðustu klukkustundir en mikill veðurofsi er í Keflavík og Grindavík. Þó er eitthvað búið að lægja og hefur útköllum fækkað aðeins. Þá er mikið fok í Keflavík og er búið að loka fyrir alla umferð við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík. Mikið er um lausa muni sem fjúka og geta þeir valdið miklum skemmdum á ökutækjum og slasað fólk verði það fyrir fjúkandi munum. „Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík í samtali við fréttastofu Vísis en hann náði merkilegu myndbandi af björgunarsveitarmanni fjúka þvert yfir Suðurstrandarveg þegar björgunaraðgerðir stóðu þar yfir. Koma þurfti tveimur bílum til aðstoðar þar sem fólkið þurfti að stöðva bílana á veginum og treysti sér ekki til að halda lengra vegna veðurofsa. Varla sást fram fyrir bílana vegna éljagangs og segir Otti að stikur hafi ekki sést við vegi fyrr en komið var alveg upp að þeim. Einn mannanna sem var fastur í öðrum bílnum á Suðurstrandavegi hafði beðið þar í þrjá til fjóra klukkutíma áður en hann hafi ákveðið að hringja og biðja um aðstoð. Þá hafi þeim hætt að lítast á blikuna. Þá segir hann að björgunarsveitarmanninum sem sést á myndbandinu hafi ekki orðið meint af fokinu, hann hafi náð að stoppa þegar hann var rétt kominn úr mynd. Hann hafi þó orðið skelkaður enda hafði hann ekki búist við því að takast á loft. Otti segir að aðgerðir björgunarsveitarinnar hafi gegnið vel í kvöld og sveitin hafi náð að halda í við verkefnin hingað til. Bæði hafi verkefnin falist í óveðursaðstoð, þar sem björgunarsveit er kölluð til m.a. vegna brotinna rúða eða fjúkandi þakplatna og svo björgunaraðgerðir líkt og á Suðurstrandavegi. Hann segir þó ekki marga hafa verið á vappi, hvorki inni í bænum né á utanbæjarvegum. Þó hafi verkefnin verið mörg en engin slys hafi orðið á fólki.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Björgunarsveitir Grindavík Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira